Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Viðtal við Elmar Atla
Viðtal við Magnús Má
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Viðtal við Luke Rae
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
banner
   lau 01. október 2016 17:03
Alexander Freyr Tamimi
Arnar Grétars: Allir grænir verða fúlir næstu daga
Arnar Grétars og félagar náðu ekki Evrópusæti.
Arnar Grétars og félagar náðu ekki Evrópusæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega svekktur eftir 3-0 tap sinna manna gegn Fjölni á heimavelli í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.

Með sigri hefðu Blikar tryggt sér Evrópusæti fyrir næstu leiktíð en í staðinn enda þeir í 6. sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  3 Fjölnir

„Við ætluðum að sækja sigur og ég held að allir hafi séð það. Mér fannst leikurinn vera í jafnræði í fyrri hálfleik, við vorum mun meira með boltann en vorum kannski ekki að skapa okkur mikið. Svo var bara eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og ég held við höfum fengið allavega þrjú dauðafæri, en þetta hefur svolítið verið sagan í sumar,“ sagði Arnar og bætti því við að hans menn hefðu mögulega átt að fá víti í stöðunni 0-0.

Hann viðurkennir að 6. sæti hafi verið óásættanleg niðurstaða fyrir Breiðablik.

„Það er alveg rétt. Það verða allir grænir fúlir næstu daga, það held ég að sé nokkuð ljóst,“ sagði Arnar. Hann vildi ekki tjá sig um framtíð sína hjá félaginu.

„Það verður bara að koma í ljós. Ég á ár eftir af samning og það kemur bara í ljós.

Athugasemdir
banner
banner