Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 01. október 2019 16:15
Magnús Már Einarsson
Gary Neville um Fred: Ekki séð neitt sem réttlætir verðmiðann
Fred með boltann.
Fred með boltann.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum varnarmaður Manchester United og núverandi sérfræðingur Sky, segist ekki átta sig á því hvað brasilíski miðjumaðurinn Fred á að færa liði United.

Fred kom til United frá Shakhtar Donetsk á 52 miljónir punda í fyrrasumar en hefur lítið gert síðan þá.

Fred hefur skorað eitt mark í 29 leikjum en hann kom inn á sem varamaður á 74. mínútu gegn Arsenal í gær.

„Ég hef ekki séð neitt frá honum undanfarna tólf mánuði sem réttlætir verðmiðann. Ég hef séð glefsur. Mér fannst hann spila mjög vel þegar Manchester United vann PSG úti í Meistaradeildinni og átti frábært kvöld," sagði Neville.

„Hann vill fá boltann og er góður með hann en ég sé ekki markaskorara í honum, ekki varnarsinnaðan miðjumann og ég sé ekki hlaupara. Ég er ekki alveg viss hvað ég sé í honum. Ef þú kostar 60 milljónir punda þá viltu falla í einhvern af þessum flokkum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner