Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 01. október 2019 21:36
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Hver einasta snerting endaði í netinu
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino var svekktur eftir 2-7 tap Tottenham gegn FC Bayern í Meistaradeildinni fyrr í kvöld.

Staðan var 1-2 eftir jafnan og fjörugan fyrri hálfleik en flóðgáttirnar opnuðust eftir leikhlé og völtuðu Þjóðverjarnir gjörsamlega yfir heimamenn.

„Við byrjuðum leikinn vel. Við pressuðum hátt og spiluðum vel í 30 mínútur. Við vorum óheppnir að fá mark á okkur á síðustu mínútu fyrri hálfleiks, þeir nýttu færin sín ótrúlega vel," sagði Pochettino.

„Við nýttum færin okkar ekki vel. Eftir að við minnkuðum muninn í tvö mörk fengum við nokkur færi til að skora þriðja markið en nýttum þau ekki. Svo fáum við þrjú mörk á okkur á lokakaflanum þar sem hver einasta snerting hjá þeim endar í netinu. Þetta getur gerst í fótboltanum.

„Við erum fúlir, svekktir og sárir en erum með sterkt hugarfar og munum koma aftur til baka. Nú reynir mikið á samheldnina í hópnum, það er mikilvægt að bregðast rétt við. Við verðum að halda áfram að trúa á sjálfa okkur."

Athugasemdir
banner
banner