Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 01. október 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Ævar Ingi að koma til baka: Vonandi fer þetta allt að snúast
Ævar í baráttuni.
Ævar í baráttuni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ævar Ingi Jóhannesson, kantmaður Stjörnunnar, var í fyrsta skipti í leikmannahópi liðsins í sumar gegn HK um síðustu helgi. Ævar Ingi fór í aðgerð fyrr á árinu og hefur verið að jafna sig eftir hana.

Hann varð síðan fyrir því óláni að meiðast aftur á ökkla á æfingu á mánudag og er því kominn aftur á meiðslalistann.

„Ég var að komast loksins í gang aftur eftir aðgerðina og var búinn að æfa á fullu í nokkra daga en lenti svo í meiðslum á ökkla á æfingu daginn eftir HK leikinn. Mjög svekkjandi en ætti alls ekki að taka langan tíma," sagði Ævar við Fótbolta.net í dag.

„Þetta hefur því miður verið sagan síðustu ár en vonandi fer þetta allt að snúast við svo maður geti farið að spila fótbolta af einhverju viti aftur og þá hjálpað liðinu í baráttunni um Evrópusæti."

Hinn 25 ára gamli Ævar Ingi kom til Stjörnunnar frá KA fyrir sumarið 2016 en hann hefur skorað sjö mörk í 48 leikjum í efstu deild á ferlinum.

Stjarnan er í 5. sæti í Pepsi Max-deildinni en liðið fær FH í heimsókn í kvöld klukkan 20:15. -
Athugasemdir
banner
banner
banner