Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
   lau 01. október 2022 17:00
Brynjar Óli Ágústsson
Arnar Páll: „Hafa kennt manni það að liðsheildin í þessu liði er ótrúleg"
Kvenaboltinn
Arnar Páll Garðarsson, þjálfari KR.
Arnar Páll Garðarsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta voru tvö lið sem voru að keppa upp á stoltið og við sýndum hér í dag að það er ennþá stolt í okkar liði þrátt fyrir allt sem hefur gengið á,'' segir Arnar Páll Garðarsson, þjálfari KR, eftir 3-2 sigur á heimavelli í lokaumferð Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: KR 3 -  2 Þór/KA

„Undafarnar vikur hafa kennt manni það að liðsheildin í þessu liði er ótrúleg. Það er búið að ganga eins og allir ættu að vita ótrúlega mikið á. Það hefði verið mjög auðvelt að leggjast bara niður,''

„Fyrir stelpurnar sjálfar að hafa getað endað þetta á sigri og enda þetta á einhverju jákvæðu, það held ég hjálpi þeim bara upp á framtíðinna að gera og maður vonar bara að klúbburinn sjái hvað gerðist hér í dag,''

Arnar var spurður út hvort það mætti bæta hlutum í KR tengt kvennaboltanum.

„Fyrst og fremst þarf fólki að finnast gaman að sjá um kvenna liðið. Ég upplifi þetta of mikið sem að þetta sé einhver vinna að gera eitthvað fyrir kvenna liðið. Ekki af því að karlarnir fái eitthvað, en meira af því fólki langar að hjálpa og langa að gera betur til þess að styðja stelpurnar,'' 

„Ég verð ekki áfram með liðið og ég veit ekki alveg með þjálfaran minn. Ég held bara að KR þurfi að setjast niður núna og virkilega setja niður eitthvað plan og hugsanir á bakvið hver framíð kvennaliðsins á að vera,'' segir Arnar Páll í lokinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner