Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. október 2022 15:58
Ívan Guðjón Baldursson
England: Trossard setti þrennu í fjörugu jafntefli á Anfield
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Liverpool 3 - 3 Brighton
0-1 Leo Trossard ('4)
0-2 Leo Trossard ('18)
1-2 Roberto Firmino ('33)
2-2 Roberto Firmino ('54)
3-2 Adam Webster ('63, sjálfsmark)
3-3 Leo Trossard ('83)


Það var fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni að ljúka rétt í þessu og gerði Liverpool 3-3 jafntefli við Brighton í gríðarlega fjörugum leik.

Leandro Trossard fór á kostum í liði Brighton og setti þrennu en fyrstu tvö mörkin komu á fyrstu átján mínútum leiksins og hægt að setja risastórt spurningarmerk við varnarleik Liverpool í mörkunum.

Roberto Firmino minnkaði muninn eftir góðan undirbúning frá Mohamed Salah og jafnaði Brasilíumaðurinn svo leikinn með laglegu marki í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu frá Luis Diaz sem kom inn í hálfleik.

Adam Webster varð svo fyrir því óláni að fullkomna endurkomu Liverpool með sjálfsmarki, þegar Robert Sanchez markvörður kom út í hornspyrnu og kýldi boltann í Webster og þaðan hrökk hann í netið.

Trossard átti þó eftir að fullkomna þrennuna sína og gerði hann það á 83. mínútu. Lokatölur urðu 3-3 eftir gífurlega fjöruga viðureign.

Brighton er í fjórða sæti með 14 stig eftir jafnteflið en Liverpool situr eftir í níunda sæti með 10 stig.

Arsenal er með ellefu stiga forystu á Liverpool sem stendur, en lærisveinar Klopp eiga leik til góða.


Athugasemdir
banner
banner
banner