Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   lau 01. október 2022 23:41
Brynjar Ingi Erluson
„Mun skera af mér typpið ef við föllum"
Kevin Mina kom með furðulegt loforð í viðtali eftir leik Real Santa Cruz
Kevin Mina kom með furðulegt loforð í viðtali eftir leik Real Santa Cruz
Mynd: EPA
Leikmenn hafa oft lofað ýmsum hlutum þegar það kemur að einhverju markmiði en Kevin Mina, framherji Real Santa Cruz í Bólivíu, hefur nú lagt allt undir í fallbaráttu liðsins.

Santa Cruz er í næst neðsta sæti úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir nítján leiki þegar þetta er skrifað.

Liðið er í harðri fallbaráttu þegar ellefu leikir eru eftir af deildinni og hefur lítið gengið að tengja saman sigra á tímabilinu.

Það hefur aðeins unnið fjóra leiki og tapað ellefu en Mina, sem spilar stöðu sóknarmanns, er svo viss um að liðið haldi sér í efstu deild að hann lofaði því að skera af sér typpið ef það myndi falla.

„Ég mun skera af mér typpið ef við föllum," sagði Mina í viðtali eftir 1-1 jafntefli liðsins við Real Tomayapo þar sem hann skoraði jöfnunarmarkið seint í uppbótartíma.

Hann leggur allt undir með þessu loforði sínu og eiginlega enn furðulegra ef hann stendur við það. Við munum skoða stöðuna þegar tímabilinu er lokið en hann fer nú varla að skera af sér typpið eða hvað?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner