Það er ljóst að það verður allavega ein breyting á landsliðshópnum sem tilkynntur verður eftir hádegi á morgun og þeim sem var tilkynntur fyrir um mánuði síðan fyrir landsleikina í september. Þá var valinn 24 manna hópur og í þeim hópi var Hákon Arnar Haraldsson sem meiddist á landsliðsæfingu og spilar ekki meira með landsliðinu í Þjóðadeildinni. Framundan eru leikir á heimavelli gegn Wales og Tyrklandi.
Eftir að síðasti hópur var tilkynntur meiddist Sverrir Ingi Ingason og í hans stað átti Brynjar Ingi Bjarnason að koma. Brynjar meiddist líka og þá var Júlíus Magnússon tekinn inn. Enginn var kallaður inn fyrir Hákon Arnar en rætt var um að taka Brynjólf Andersen Willumsson, sem spilar með Groningen í Hollandi, með í leikinn gegn Tyrklandi, en ekkert varð úr því.
Það er nokkuð líklegt að hópurinn verði lítið breyttur, jafnvel óbreyttur, fyrir utan Hákon Arnar auðvitað. Eina breytingin þar fyrir utan verði þá sú að Sverrir Ingi komi aftur inn í hópinn fyrir Júlíus. Þó eru einhver spurningarmerki eins og farið verður yfir hér fyrir neðan.
Óvissa með Arnór og Gylfa - Aron og Kristian banka
Aron Einar Gunnarsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Al-Gharafa í gær og gerir tilkall. Gamli landsliðsfyrirliðinn ætlar sér að komast aftur í landsliðið en kannski eru meiri líkur í næsta glugga. Það er svo spurning hvort að Kristian Nökkvi Hlynsson fái aftur kallið eftir að hafa óvænt ekki verið með síðast, þá fékk hvíld til að jafna sig af meiðslum.
Arnór Sigurðsson er að snúa til baka eftir löng veikindi, hefur ekkert spilað síðan gegn Svartfjallalandi og spurning hvernig landsliðsþjálfarinn metur hans stöðu. Þá er spurning hversu alvarleg meiðsli Gylfa Þórs Sigurðssonar eru en hann missti af síðasta leik Vals vegna bakmeiðsla.
Bakvörður á bekknum
Kolbeinn Finnsson hefur verið ónotaður varamaður frá síðasta landsliðsverkefni og einungis tekið þátt í einum leik með Utrecht frá komu sinni frá Lyngby í sumar. Það er spurning hvort að Age Hareide horfi til Rúnars Þórs Sigurgeirssonar, Davíðs Kristjáns Ólafssonar eða Guðmundar Þórarinssonar varðandi annan vinstri bakvörð með Loga Tómassyni.
Aðrir leikmenn í hópnum, fyrir utan Hákon Rafn Valdimarsson sem er varamarkvörður Brentford og hefur einungis spilað í deildabikarnum, eru að spila reglulega.
Bjarki Steinn Bjarkason og Hörður Björgvin Magnússon eru að snúa til baka eftir meiðsli og verða vonandi til taks fyrir landsleikina í nóvember. Þá er dómsmál í gangi gagnvart Alberti Guðmundssyni og ekki hægt að velja hann.
Eftir að síðasti hópur var tilkynntur meiddist Sverrir Ingi Ingason og í hans stað átti Brynjar Ingi Bjarnason að koma. Brynjar meiddist líka og þá var Júlíus Magnússon tekinn inn. Enginn var kallaður inn fyrir Hákon Arnar en rætt var um að taka Brynjólf Andersen Willumsson, sem spilar með Groningen í Hollandi, með í leikinn gegn Tyrklandi, en ekkert varð úr því.
Það er nokkuð líklegt að hópurinn verði lítið breyttur, jafnvel óbreyttur, fyrir utan Hákon Arnar auðvitað. Eina breytingin þar fyrir utan verði þá sú að Sverrir Ingi komi aftur inn í hópinn fyrir Júlíus. Þó eru einhver spurningarmerki eins og farið verður yfir hér fyrir neðan.
Óvissa með Arnór og Gylfa - Aron og Kristian banka
Aron Einar Gunnarsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Al-Gharafa í gær og gerir tilkall. Gamli landsliðsfyrirliðinn ætlar sér að komast aftur í landsliðið en kannski eru meiri líkur í næsta glugga. Það er svo spurning hvort að Kristian Nökkvi Hlynsson fái aftur kallið eftir að hafa óvænt ekki verið með síðast, þá fékk hvíld til að jafna sig af meiðslum.
Arnór Sigurðsson er að snúa til baka eftir löng veikindi, hefur ekkert spilað síðan gegn Svartfjallalandi og spurning hvernig landsliðsþjálfarinn metur hans stöðu. Þá er spurning hversu alvarleg meiðsli Gylfa Þórs Sigurðssonar eru en hann missti af síðasta leik Vals vegna bakmeiðsla.
Bakvörður á bekknum
Kolbeinn Finnsson hefur verið ónotaður varamaður frá síðasta landsliðsverkefni og einungis tekið þátt í einum leik með Utrecht frá komu sinni frá Lyngby í sumar. Það er spurning hvort að Age Hareide horfi til Rúnars Þórs Sigurgeirssonar, Davíðs Kristjáns Ólafssonar eða Guðmundar Þórarinssonar varðandi annan vinstri bakvörð með Loga Tómassyni.
Aðrir leikmenn í hópnum, fyrir utan Hákon Rafn Valdimarsson sem er varamarkvörður Brentford og hefur einungis spilað í deildabikarnum, eru að spila reglulega.
Bjarki Steinn Bjarkason og Hörður Björgvin Magnússon eru að snúa til baka eftir meiðsli og verða vonandi til taks fyrir landsleikina í nóvember. Þá er dómsmál í gangi gagnvart Alberti Guðmundssyni og ekki hægt að velja hann.
Svona lítur líklegur hópur út
Markverðir (3):
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland
Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford
Patrik Sigurður Gunnarsson - K.V. Kortrijk
Varnarmenn (8):
Alfons Sampsted - Birmingham City
Valgeir Lunddal Friðriksson - Fortuna Düsseldorf
Guðlaugur Victor Pálsson - Plymouth Argyle F.C.
Kolbeinn Birgir Finnsson - Utrecht
Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C.
Hjörtur Hermannsson - Carrarese
Daníel Leó Grétarsson - SønderjyskE
Logi Tómasson - Strømsgodset
Miðjumenn (10):
Jóhann Berg Guðmundsson - Al-Orobah
Arnór Sigurðsson - Blackburn
Gylfi Þór Sigurðsson - Valur
Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping
Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC
Willum Þór Willumsson - Birmingham City
Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End
Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC
Mikael Neville Anderson - AGF
Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf
Sóknarmenn (2):
Orri Steinn Óskarsson - Real Sociedad
Andri Lucas Guðjohnsen - K.A.A. Gent
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Tyrkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 8 - 3 | +5 | 10 |
2. Wales | 4 | 2 | 2 | 0 | 5 - 3 | +2 | 8 |
3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 7 - 9 | -2 | 4 |
4. Svartfjallaland | 4 | 0 | 0 | 4 | 1 - 6 | -5 | 0 |
Athugasemdir