Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
   mið 01. október 2025 15:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Venni áfram hjá Þrótti (Staðfest) - „Fer ekki frá hálfkláruðu verki"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurvin Ólafsson, Venni, verður áfram hjá Þrótti, þetta staðfestir hann við Fótbolta.net. „Ég fer ekki frá hálfkláruðu verki," segir Venni.

Hann var spurður hvort hann hefði tekið eitthvað samtal við FH sem er að gera þjálfarabreyingu, en Venni segir að hann hafi ekkert rætt við FH.

Hann var með áframhaldandi samning við Þrótt, en bæði hann og félagið voru með ákvæði um að geta losnað undan þeim samningi. En það verður ekki gert.

Venni var að klára sitt annað tímabil með Þrótti. Liðið endaði í 3. sæti Lengjudeildarinnar í sumar eftir að hafa endað í 7. sæti 2024. Þróttur fór í umspilið um sæti í Bestu deildina en tapaði í undanúrslitum gegn HK.

Venni er 49 ára og er hjá sínu þriðja félagi sem þjálfari. Hann hóf þjálfaraferilinn hjá KV, fór svo í FH þar sem hann var mest hluti af þjálfarateymi og tók svo við Þrótti eftir tímabilið 2023.
Athugasemdir
banner
banner