Tveimur fyrstu leikjum dagsins í enska boltanum er lokið en báðir enduðu með jafntefli. Freddie Ljungberg stýrði sínum fyrsta leik með Arsenal er lið hans heimsótti Norwich á Carrow Road.
Unai Emery var látinn taka poka sinn á dögunum og er Ljungberg bráðabirgðastjóri þangað til stjórn Arsenal finnur arftaka Emery.
Ljungberg fékk ekki beint draumabyrjun í leiknum því það var finnski framherjinn Teemu Pukki sem skoraði fyrsta markið á 18. mínútu leiksins.
Pukki lét þá vaða og fór boltinn af Shkodran Mustafi og í netið áður en Pierre-Emerick Aubameyang jafnaði með marki úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar.
Cristoph Zimmerman handlék þá knöttinn innan teigs og vítaspyrna dæmd eftir að VAR-herbergið hafði farið yfir stöðuna. Tim Krul varði vítaspyrnu Aubameyang en hann fékk þó að taka hana aftur þar sem Max Aarons, varnarmaður Norwich, var inn í teignum er spyrnan var tekin. Aubameyang fór aftur á punktinn og skoraði þá örugglega.
Todd Cantwell kom Norwich yfir áður en hálfleikurinn var úti. Cantwell fékk allan tímann í heiminum til að athafna sig og Arsenal búið að verjast á ansi furðulegan hátt í leiknum. Aubameyang tókst þó að jafna metin á 57. mínútu er hann þrumaði boltanum í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu.
Kenny McLean átti gott skot sem Bernd Leno varði í stöng. Liðin þurftu að sættast á að skipta stigunum milli sín og 2-2 jafntefli því niðurstaðan.
Wolves og Sheffield United gerðu þá 1-1 jafntefli. Lys Mousset kom gestunum í Sheffield yfir eftir 63 sekúndur áður en Matt Doherty jafnaði á 64. mínútu.
Doherty fagnaði með því að taka sorgarbandið af sér og kyssa það en hann var þar að votta Benik Afobe, fyrrum framherja liðsins, virðingu sína en hann missti 2 ára dóttur sína eftir stutta baráttu við veikindi.
Lokatölur 1-1 á Molineaux leikvanginum.
Úrslit og markaskorarar:
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 19 | 14 | 3 | 2 | 37 | 12 | +25 | 45 |
| 2 | Man City | 18 | 13 | 1 | 4 | 43 | 17 | +26 | 40 |
| 3 | Aston Villa | 19 | 12 | 3 | 4 | 30 | 23 | +7 | 39 |
| 4 | Liverpool | 18 | 10 | 2 | 6 | 30 | 26 | +4 | 32 |
| 5 | Chelsea | 19 | 8 | 6 | 5 | 32 | 21 | +11 | 30 |
| 6 | Man Utd | 19 | 8 | 6 | 5 | 33 | 29 | +4 | 30 |
| 7 | Sunderland | 18 | 7 | 7 | 4 | 20 | 18 | +2 | 28 |
| 8 | Everton | 19 | 8 | 4 | 7 | 20 | 20 | 0 | 28 |
| 9 | Brentford | 18 | 8 | 2 | 8 | 28 | 26 | +2 | 26 |
| 10 | Newcastle | 19 | 7 | 5 | 7 | 26 | 24 | +2 | 26 |
| 11 | Crystal Palace | 18 | 7 | 5 | 6 | 21 | 20 | +1 | 26 |
| 12 | Fulham | 18 | 8 | 2 | 8 | 25 | 26 | -1 | 26 |
| 13 | Tottenham | 18 | 7 | 4 | 7 | 27 | 23 | +4 | 25 |
| 14 | Brighton | 19 | 6 | 7 | 6 | 28 | 27 | +1 | 25 |
| 15 | Bournemouth | 19 | 5 | 8 | 6 | 29 | 35 | -6 | 23 |
| 16 | Leeds | 18 | 5 | 5 | 8 | 25 | 32 | -7 | 20 |
| 17 | Nott. Forest | 19 | 5 | 3 | 11 | 18 | 30 | -12 | 18 |
| 18 | West Ham | 19 | 3 | 5 | 11 | 21 | 38 | -17 | 14 |
| 19 | Burnley | 19 | 3 | 3 | 13 | 20 | 37 | -17 | 12 |
| 20 | Wolves | 19 | 0 | 3 | 16 | 11 | 40 | -29 | 3 |
Athugasemdir




