Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. desember 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Leikmenn þurfa að standa sig til að halda sér í liðinu"
Icelandair
Guðrún kom inn og greip tækifærið með báðum höndum.
Guðrún kom inn og greip tækifærið með báðum höndum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, ítrekaði það hversu mikilvægt það er að leikmenn komi sterkir inn og nýti tækifærið þegar það býðst þegar hann ræddi við fréttamenn í gær.

Hann gerði það eftir að hann var spurður út í miðvörðinn Guðrúnu Arnardóttur sem hefur komið mjög sterk inn í liðið og nýtt sitt tækifæri vel.

„Guðrún er búin að standa sig mjög vel og það er komin gríðarleg samkeppni um stöður í liðinu. Leikmenn hafa sumir hverjir gripið tækifærið mjög vel og hún er ein af þeim," sagði Þorsteinn.

„Það þarf frammistöðu til að halda sæti sínu í landsliðinu, sérstaklega í ljósi þess að við erum vel mönnuð þarna aftast. Það eru margir leikmenn að keppa um stöðu og leikmenn þurfa að standa sig til að halda sig í liðinu."

Baráttan um sæti í liðinu er hörð og er alltaf erfitt fyrir Þorstein að velja hópinn og velja liðið.

Sjá einnig:
Guðrún komið sterk inn í landsliðið - „Það er alltaf heiður"
Athugasemdir
banner
banner