Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 01. desember 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chris Coleman ræddi við velska liðið fyrir leikinn gegn Íslandi
Chris Coleman.
Chris Coleman.
Mynd: Getty Images
Wales þarf sigur gegn Íslandi í dag til að forðast fall úr A-deild Þjóðadeildarinnar. Liðin mætast í Cardiff í kvöld en Ísland vann fyrri leikinn á Laugardalsvelli 1-0.

Það er hefndarhugur í liði Wales en fyrir leik kvöldsins þá hitti liðið Chris Coleman. Hann ræddi við liðið og gíraði þær upp í leikinn.

Coleman er fyrrum þjálfari karlalandsliðs Wales og komst liðið undir hans stjórn í undanúrslitin á EM 2016. Coleman hefur jafnframt stýrt Fulham, Coventry og Sunderland ásamt því að hann hefur þjálfað á Spáni, í Grikklandi og í Kína.

„Það var frábært að fá Chris inn til að tala við stelpurnar. Hann talaði um tíma sinn með karlalandsliðinu og hvernig þeir náðu sögulegum árangri," sagði Gemma Grainger, þjálfari Wales, við fréttafólk.

„Vegferð hans með Wales er svipuð og vegferðin okkar. Það var mjög ánægjulegt að hann kom og talaði við okkur."

Leikur Wales og Íslands hefst í kvöld klukkan 19:15.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner