Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   fös 01. desember 2023 12:30
Elvar Geir Magnússon
Meiðsli Willock ekki alvarleg en hann missir þó af næstu leikjum
Joe Willock.
Joe Willock.
Mynd: Getty Images
Joe Willock hefur misst af síðustu tveimur leikjum Newcastle vegna meiðsla og hann verður ekki með liðinu annað kvöld, gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Eddie Howe stjóri Newcastle segir að meiðsli Willock séu ekki eins alvarleg og óttast var. Möguleiki var talinn á að hann hefði slitið hásin.

„Hásinin fór ekki í sundur sem eru góðar fréttir. Hann spilar samt ekki næstu leiki og það er pirrandi. Þegar menn eru frá í tvær eða þrjár vikur á þessum tímapunkti þá er það eins og heil eilífð því við erum að spila svo marga leiki," segir Howe.

Þá segir hann að leikurinn á morgun komi of snemma fyrir Sean Longstaff sem er að snúa aftur eftir meiðsli.

Newcastle er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir Manchester United. Leikurinn á St James's Park á morgun hefst klukkan 20.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 25 17 6 2 59 24 +35 57
2 Man City 25 17 5 3 58 26 +32 56
3 Arsenal 25 17 4 4 58 22 +36 55
4 Aston Villa 25 15 4 6 52 33 +19 49
5 Tottenham 25 14 5 6 52 38 +14 47
6 Man Utd 25 14 2 9 35 34 +1 44
7 Brighton 25 10 8 7 48 40 +8 38
8 Newcastle 25 11 4 10 53 41 +12 37
9 West Ham 25 10 6 9 36 44 -8 36
10 Chelsea 25 10 5 10 42 41 +1 35
11 Wolves 25 10 5 10 39 40 -1 35
12 Fulham 25 8 5 12 34 41 -7 29
13 Bournemouth 24 7 7 10 33 46 -13 28
14 Brentford 25 7 4 14 35 44 -9 25
15 Crystal Palace 25 6 7 12 28 44 -16 25
16 Nott. Forest 25 6 6 13 32 44 -12 24
17 Everton 25 8 6 11 27 33 -6 20
18 Luton 24 5 5 14 34 47 -13 20
19 Burnley 25 3 4 18 25 55 -30 13
20 Sheffield Utd 25 3 4 18 22 65 -43 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner