Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
banner
   fös 01. desember 2023 12:30
Elvar Geir Magnússon
Meiðsli Willock ekki alvarleg en hann missir þó af næstu leikjum
Joe Willock hefur misst af síðustu tveimur leikjum Newcastle vegna meiðsla og hann verður ekki með liðinu annað kvöld, gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Eddie Howe stjóri Newcastle segir að meiðsli Willock séu ekki eins alvarleg og óttast var. Möguleiki var talinn á að hann hefði slitið hásin.

„Hásinin fór ekki í sundur sem eru góðar fréttir. Hann spilar samt ekki næstu leiki og það er pirrandi. Þegar menn eru frá í tvær eða þrjár vikur á þessum tímapunkti þá er það eins og heil eilífð því við erum að spila svo marga leiki," segir Howe.

Þá segir hann að leikurinn á morgun komi of snemma fyrir Sean Longstaff sem er að snúa aftur eftir meiðsli.

Newcastle er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir Manchester United. Leikurinn á St James's Park á morgun hefst klukkan 20.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner