Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   sun 01. desember 2024 21:56
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: McTominay hetja Napoli - Juventus missteig sig
Scott McTominay skoraði fjórða mark sitt á tímabilinu
Scott McTominay skoraði fjórða mark sitt á tímabilinu
Mynd: EPA
Skoski miðjumaðurinn Scott McTominay var hetja Napoli í 1-0 sigrinum á Torino í Seríu A á Ítalíu í dag.

McTominay, sem kom til Napoli frá Manchester United í sumar, hefur verið gríðarlega mikilvægur fyrir liðið á tímabilinu.

Hann skoraði eina mark liðsins gegn Torino í dag. McTominay fékk boltann í miðjum teignum, var fljótur að hugsa og skaut föstum bolta í nærhornið. Fjórða mark hans fyrir félagið.

Napoli er nú með fjögurra stiga forystu á toppnum eftir fjórtán leiki.

Parma bar sigur úr býtum gegn Lazio, 3-1, í Parma. Dennis Man, Anas Haj Mohamed og Enrico Del Prato skoruðu mörk heimamanna en Valentin Casellanos gerði eina mark Lazio.

Þá gerði Juventus óvænt 1-1 jafntefli gegn Lecce. Andrea Cambiaso tók forystuna fyrir Juventus á 68. mínútu en undir lok leiks jafnaði Ante Rebic metin fyrir Lecce og tryggði liðinu stig.

Þórir Jóhann Helgason var ónotaður varamaður hjá Lecce sem er í 16. sæti með 13 stig en Juventus í 6. sæti með 26 stig.

Lecce 1 - 1 Juventus
0-1 Andrea Cambiaso ('68 )
1-1 Ante Rebic ('90 )

Parma 3 - 1 Lazio
1-0 Dennis Man ('6 )
2-0 Anas Haj Mohamed ('53 )
2-1 Valentin Castellanos ('80 )
3-1 Enrico Del Prato ('90 )

Torino 0 - 1 Napoli
0-1 Scott McTominay ('31 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 9 7 0 2 16 8 +8 21
2 Roma 9 7 0 2 10 4 +6 21
3 Inter 9 6 0 3 22 11 +11 18
4 Milan 9 5 3 1 14 7 +7 18
5 Como 9 4 4 1 12 6 +6 16
6 Bologna 9 4 3 2 13 7 +6 15
7 Juventus 9 4 3 2 12 9 +3 15
8 Cremonese 9 3 5 1 11 10 +1 14
9 Atalanta 9 2 7 0 13 7 +6 13
10 Sassuolo 9 4 1 4 10 10 0 13
11 Lazio 9 3 3 3 11 7 +4 12
12 Udinese 9 3 3 3 11 15 -4 12
13 Torino 9 3 3 3 8 14 -6 12
14 Cagliari 9 2 3 4 9 12 -3 9
15 Parma 9 1 4 4 4 9 -5 7
16 Lecce 9 1 3 5 7 14 -7 6
17 Pisa 9 0 5 4 5 12 -7 5
18 Verona 9 0 5 4 5 14 -9 5
19 Fiorentina 9 0 4 5 7 15 -8 4
20 Genoa 9 0 3 6 4 13 -9 3
Athugasemdir
banner