Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. febrúar 2023 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Real með Bellingham í forgangi og örvæntingafull sms
Powerade
Jude Bellingham hefur mest verið orðaður við Real Madrid og Liverpool.
Jude Bellingham hefur mest verið orðaður við Real Madrid og Liverpool.
Mynd: Getty Images
Vildi fara til PSG.
Vildi fara til PSG.
Mynd: Getty Images
Arsenal fylgist með þróun mála hjá Hudson-Odoi.
Arsenal fylgist með þróun mála hjá Hudson-Odoi.
Mynd: EPA
Slúðurpakkinn á þessum fimmtudegi er í boði Powerade og er það BBC sem tekur það helsta saman.



Real Madrid er með það í forgangi hjá sér að kaupa Jude Bellingham (19) frá Dortmund í sumar. (AS)

Arsenal fylgist með Callum Hudson-Odoi (22) hjá Chelsea. Hann er sem stendur á láni hjá Bayer Leverkusen. (Guardian)

Everton vill fá Andre Ayew (33) í sínar raðir á frjálsri sölu. Nottingham Forest gæti einnig reynt að fá Ayew til sín. (Mail)

Everton horfir einnig í að fá Isco (30) sem hægt er að fá á frjálsri sölu. (Times)

Meira af Everton því félagið reyndi að fá Duvan Zapata (31) frá Atalanta á Gluggadeginum. Atalanta hafnaði tilboðinu. (TeamTalk)

Það var eitt af fjórtán skotmörkum sem Everton mistókst að fá til sín á Gluggadeginum. (Express)

Manchester City er með Ben Chilwell (26) ofarlega á lista hjá sér. Chilwell er vinstri bakvörður Chelsea. City skoðar að fá Chilwell ef Joao Cancelo kemur ekki til baka úr láninu hjá Bayern Munchen. (Times)

Eigendur Chelsea ætla ekki að krefjast úrslita strax frá stjóranum Graham Potter eftir alla eyðsluna í janúar. (Guardian)

Chelsea er að ganga frá kaupum á framherjanum Jimmy-Jay Morgan (17) frá Southampton. (Sun)

Hakim Ziyech (29) sendi örvæntingafull sms á eigandann Todd Boehly þegar hann var að reyna komast til PSG frá Chelsea undir lok félagsskiptagluggans. Ekkert varð úr því að Ziyech færi til PSG vegna mistaka Chelsea.

Real Madrid ætlar að bjóða í Karim Adeyemi (21) sóknarmann Dortmund. (Defensa Central)

Barcelona ætlar að bjóða Sergi Roberto (30) nýjan samning. (Mundo Deportivo)

Leeds hafnaði tækifærinu til að fá Axel Tuanzebe (25) á láni frá Man Utd fyrir gluggalok. (Athletic)

Umboðsmaður Roberto Firimino (31) er á því að viðræður um nýjan samning við Liverpool muni klárast í þessum mánuði. (Sky Germany)
Athugasemdir
banner
banner
banner