Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 02. mars 2024 14:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Elías Rafn spilaði í magnaðri endurkomu - Þórir Jóhann lagði upp
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Braunschweig þegar liðið tapði gegn Nurnberg í næst efstu deild í Þýskalandi í dag.


Nurnberg var með 2-0 forystu í hálfleik en Þórir lagði upp mark eftir klukkutíma leik en nær komst liðið ekki og 2-1 tap niðurstaðan.

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Dussledorf sem gerði svekkjandi jafntefli gegn Hannover. Dusseldorf var með 2-0 forystu í hálfleik en Hannover tókst að jafna metin með marki á 86. mínútu.

Dusseldorf er í 6. sæti með 37 stig en Braunschweig er í 16. sæti, sem er fallsæti, með 24 stig.

Elías Rafn Ólafsson var í markinu þegar Mafra vann frábæran endurkomu sigur Leiria í næst efstu deild í Portúgal. Staðan var 2-0 í hálfleik Leiria í vil en Mafra skoraði þrjú mörk í seinni hálfleik og fullkomnaði endurkomuna þegar um 10 mínútur voru til loka venjulegs leiktíma.

Mafra er í 7. sæti með 34 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner