Juventus 2 - 0 Lazio
1-0 Federico Chiesa ('50 )
2-0 Dusan Vlahovic ('64 )
Juventus hefur aðeins náð í tvö stig í síðustu fjórum deildaleikjum en liðið mætti í hefndarhug í kvöld þegar liðið tók á móti Lazio í fyrri leik liðanna í undanúrslitum bikarsins.
Lazio lagði Juventus í deildinni á dögunum en þá var Dusan Vlahovic í banni.
Hann var mættur aftur í kvöld og innsiglaði 2-0 sigur liðsins með marki eftir rúmlega klukkutíma leik.
Síðari leikur liðanna fer fram eftir þrjár vikur og þá kemur í ljós hvort liðið fer í úrslit. Andstæðingurinn verður annað hvort Fiorentina eða Atalanta en liðin mætast í fyrri leik liðanna á morgun.
Athugasemdir