Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 02. maí 2021 18:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fylkir skoðar málið - Ekki verið hægt að áfrýja
Unnar Steinn Ingvarsson.
Unnar Steinn Ingvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn voru mjög ósáttir við rauða spjaldið sem Unnar Steinn Ingvarsson fékk í frumraun sinni í Pepsi Max-deildinni í gærkvöld.

Unnar fékk tvö gul á stuttum kafla í fyrri hálfleiknum og var rekinn af velli. Hann fékk fyrra gula spjald sitt fyrir brot á Herði Inga Gunnarssyni á 34. mínútu og á 36. mínútu var hann rekinn af velli þegar hann virtist fara með höndina á undan sér upp í skallabolta.

Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, mat það alla vega þannig og vísaði Unnari út af.

Það voru um 90 sekúndur á milli brotanna tveggja.

Seinna gula spjaldið virðist ekki hafa verið mikið brot, að minnsta kosti ekki af myndum að dæma. Hrafnkell Helgi Helgason, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, segir að það sé í skoðun að áfrýja þessu spjaldi.

„Það er ekki sama hvort það sé Jón eða séra Jón," skrifar Hrafnkell við mynd af atvikinu á Twitter.

Ekki hefur verið hægt að áfrýja rauðum spjöldum í íslenskum fótbolta hingað til en Fylkismenn ætla sér að skoða málið.

Sjá einnig:
Myndir og myndband: Fylkismenn ósáttir við rauða spjaldið



Athugasemdir
banner
banner