sun 02. maí 2021 20:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Ronaldo skoraði tvö á síðustu tíu - Mikilvæg mörk
Geggjaður.
Geggjaður.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo fór fyrir sínum mönnum í Juventus í endurkomu gegn Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Juventus hafði unnið ítölsku úrvalsdeildina í níu ár í röð, fyrir daginn í dag. Í dag tryggði Inter sér sigur í ítölsku úrvalsdeildinni.

Þetta hefur ekki verið gott tímabil fyrir Juventus. Þeir féllu úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vinna ekki deildina heima fyrir. Í raun er þetta óásættanlegt fyrir Juventus og spurning hvort Andrea Pirlo muni halda starfinu.

Hann mun að öllum líkindum ekki halda starfinu ef Juventus kemst ekki í Meistardeildina. Eftir sigurinn í dag er Juventus í þriðja sæti. Þeir mega þakka Ronaldo fyrir en hann skoraði tvö á síðustu tíu mínútum leiksins.

Roma hefur ekki riðið feitum hesti að undanförnu. Þeir töpuðu 6-2 fyrir Manchester United í Evrópudeildinni í síðustu viku og í kvöld töpuðu þeir 2-0 fyrir Sampdoria. Roma er í sjöunda sæti og Sampdoria er í níunda sæti.

Udinese 1 - 2 Juventus
1-0 Nahuel Molina ('10 )
1-1 Cristiano Ronaldo ('83 , víti)
1-2 Cristiano Ronaldo ('89 )

Sampdoria 2 - 0 Roma
1-0 Adrien Silva ('45 )
2-0 Jakub Jankto ('65 )
2-0 Edin Dzeko ('71 , Misnotað víti)

Önnur úrslit í dag:
Ítalía: Inter Milan meistari í fyrsta sinn í 11 ár
Ítalía: Sjö mörk er Lazio vann mikilvægan sigur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner