Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 02. maí 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reyndi að klæða Mendy úr hönskunum í horni
Edouard Mendy.
Edouard Mendy.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur verið á miklu skriði undir stjórn Þjóðverjans Thomas Tuchel frá því hann tók við í janúar.

Chelsea er í fínni stöðu í Meistaradeildarbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni eftir sigur gegn Fulham í gær. Kai Havertz skoraði bæði mörk Chelsea í 2-0 sigri í gær.

Það átti sér stað athyglisvert atvik snemma í seinni hálfleiknum þegar Fulham átti hornspyrnu.

Bobby Decordova-Reid, leikmaður Fulham, virtist reyna að klæða Edouard Mendy úr markmannshönskunum. Hann var eitthvað að reyna að taka Mendy úr jafnvægi en það tókst ekki alveg.

Chelsea hefur haldið hreinu í 17 af 23 leikjunum undir stjórn Tuchel.

Hér að neðan má sjá myndband af því þegar Reid reyndi að klæða Mendy úr hönskunum.


Athugasemdir
banner
banner