Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   þri 02. júní 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ættingjar Rodgers tala ekki við hann eftir Celtic
Brendan Rodgers yfirgaf Celtic fyrir rúmu ári síðan til að taka við stjórastarfinu hjá Leicester City. Rodgers hefur gert frábærlega hjá Leicester en skildi marga sára stuðningsmenn eftir, þar á meðal fjölskyldumeðlimi.

Rodgers er frá Norður-Írlandi og á sterkar kaþólskar rætur. Fjölskylda hans hefur því alltaf stutt Celtic og var það mikið sjokk þegar hann sagði upp starfi sínu hjá félaginu.

„Ég á fjölskyldumeðlimi sem voru í molum því ég yfirgaf Celtic, þeir gátu ekki trúað því. Ég á ættingja sem hafa ekki talað við mig síðan ég yfirgaf félagið," sagði Rodgers í The Beautiful Game spjallvarpinu.

Rodgers vann þrennuna bæði árin sín hjá Celtic og skildi við félagið á þriðja ári, þegar nokkrir mánuðir voru eftir af leiktíðinni. Celtic var þá búið að vinna deildabikarinn, með átta stiga forystu á toppi deildarinnar og í 8-liða úrslitum bikarsins.

„Þetta var ótrúlega erfið ákvörðun sérstaklega útaf fólkinu. Stuðningsmenn vildu ekki missa mig. Celtic sem ég skildi eftir mig var allt annað félag heldur en Celtic sem ég tók við.

„Tengingin á milli leikmanna og stuðningsmanna var mjög sterk og við áttum ótrúlega tíma saman. Ég var aðeins þriðji stjórinn í sögu Celtic til að vinna þrennuna, sem við gerðum án þess að tapa leik.

„Mér fannst þetta rétti tímapunkturinn til að fara, ég skildi félagið eftir í mjög góðri stöðu og með breytt hugarfar."


Rodgers segir að tækifærið að taka við Leicester hafi verið of fullkomið til að láta renna sér úr greipum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner