Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. júní 2020 22:18
Ívan Guðjón Baldursson
„Auðvitað geta áhorfendur mætt á fótboltaleiki"
Mynd: Getty Images
Knattspyrnuheimurinn er kominn í gang eftir Covid-19 en leikir eru spilaðir fyrir luktum dyrum.

Matteo Bassetti, veirufræðingur við hinn afar virta San Martino spítala í Genúa, segir ekkert því til fyrirstöðu að opna leikvanga aftur fyrir litlum hluta áhorfenda.

„Það er augljóst að fyrst bíó- og leikhús munu opna þá verður líka hægt að opna leikvanga. Þetta á þó ekki við um alla leikvanga, sums staðar verður ekki hægt að framfylgja þeim reglum sem þarf til að forðast fjöldasmit," sagði Bassetti við Radio Marte.

„Það eru margir leikvangar á Ítalíu sem geta opnað fyrir stuðningsmenn og framfylgt reglunum. Það er mikilvægt að fótboltaheimurinn fari af stað aftur, fólk þarf eitthvað annað til að tala um heldur en Covid-19.

„Veiran er orðin veikari núna heldur en hún var. Ég vil ekki vekja falskar vonir en það gæti verið að hún sé búin að stökkbreytast til að lifa betur af í mannslíkamanum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner