Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. júní 2020 10:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi Max-deild kvenna: 10. sæti
Þróttur vann 1. deildina í fyrra.
Þróttur vann 1. deildina í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Linda Líf Boama.
Linda Líf Boama.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi Max-deild kvenna hefst 12. júní næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Þróttur R.

10. Þróttur R.

Lokastaða í fyrra: Þróttur R. hafði talsverða yfirburði í 1. deildina í fyrra og mætir nú á meðal þeirra bestu eftir nokkurra ára hlé.

Þjálfarinn: Nik Chamberlain hefur þjálfað Þrótt síðan um mitt sumar 2016. Liðið hefur tekið framförum undanfarin ár og endaði á að landa sæti í Pepsi Max-deildinni síðastliðið haust. Nik hefur sjálfur verið lengi leikmaður á Íslandi en hann þjálfaði einnig Fjarðabyggð í 1. deild kvenna á sínum tíma.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi Max-deild kvenna líkt og síðustu ár. Hér er álit hans á liði Þróttar.

„Sigurvegarar 1.deildarinnar í fyrra hljóta þann vafasama heiður að vera spáð botnsætinu í Pepsi Max deildinni árið 2020. Þróttur er „feiga“ liðið í deildinni og það skrifast í rauninni alls ekki bara á leikmenn og þjálfarateymið. Þjálfarinn er reyndur með liðið og þekkir það út og inn. Ekki bara það heldur er hann með enga aðra en Eddu Garðars með sér svo ekki vantar þekkinguna og reynsluna. Nýir leikmenn koma inn frá útlöndum og þurfa þær að vera mjög góðar ef Þróttur á að afsanna þessa spá. Aðalástæðan fyrir þessari spá er að það er bara of erfitt að finna annað lið í deildinni í ár til að vera fyrir neðan nýliðana! Ég tek vel við sokknum ef upp á hann verður boðið í haust. En skortur á úrvalsdeildarreynslu í leikmannahópnum og óvissa með getu erlendu leikmannanna setur Þrótt í 10.sæti Pepsi Max deildarinnar í spánni í ár," sagði Jóhann.

Erlendu leikmennirnir verða að vinna fyrir saltinu í grautinn
„Það er samt spennandi að sjá hvernig veturinn hefur verið nýttur hjá þeim í að undirbúa stelpurnar fyrir úrvalsdeildina. Linda Líf er spennandi leikmaður sem skoraði mikið í 1.deild og gaman væri að sjá hana taka skrefið og halda áfram að finna netið í deild þeirra bestu."

„Það er spurning hvort þær fái markaskorara sem fyllir upp í mörkin sem þær fá ekki frá Lauren Wade í ár en hún gerði einmitt 20 mörk í fyrra."

„Erlendu leikmennirnir sem koma frá USA og Ástralíu verða að vinna fyrir saltinu í grautinn og hjálpa liðinu með að mynda alvöru hryggjarstykki svo leikmenn í kringum þær geti blómstrað í þessari deild."

„Margir ræða um félagaskiptagluggann og vissulega hallar aðeins á Þrótt er við skoðum nýliðana í deildinni. Hinir nýliðarnir í FH hafa vissulega náð að lokka til sín stærri nöfn af íslenska markaðnum og hver sem ástæðan er fyrir því þá gæti það skipt miklu máli þegar tínt er upp úr pokanum í haust."


Spennandi að fylgjast með: Linda Líf Boama, Olivia Marie Bergau og Laura Hughes.

Komnar
Andrea Magnúsdóttir frá ÍA
Laura Hughes frá Canberra United
Mary Alice Vignola frá Bandaríkjunum
Rósa Pálsdóttir fra Fjölni
Stephanie Ri­ber­io frá Avaldsnes í Noregi

Farnar
Katrín Rut Kvaran í Val (Var á láni)
Lauren Wade

Fyrstu leikir Þróttar
14. júní ÍBV - Þróttur R.
18. júní Þróttur R. - Valur
23. júní Fylkir - Þróttur R.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Linda Líf Boama
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner