Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 02. júní 2023 22:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Halldór Smári um hitann í lokin: Vill maður ekki hafa þetta smá svona?
Mönnum var heitt í hamsi.
Mönnum var heitt í hamsi.
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net
Halldór Smári.
Halldór Smári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er búinn á því líkamlega og andlega, ekki mikið í gangi í hausnum á mér núna. Ég þarf að fá meiri tíma til að melta þetta. Að fá þessi tvö mörk á okkur í lokin... ég á eftir að skoða það betur, það var örugglega eitthvað hræðilegt dæmi. Ég veit svo ekki hvað gerðist á hliðarlínunni, ég þarf að sjá þetta aftur. Þetta var svakalegt," sagði sýnilega uppgefinn Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Víkings, eftir leik gegn Breiðabliki í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

Víkingur leiddi 0-2 þegar venjulegum leiktíma var lokið en Breiðablik skoraði tvö mörk í uppbótartíma og kom seinna markið eftir að uppgefinn uppbótartími var liðinn. Allt varð vitlaust og sauð upp úr á hliðarlínunni.

„Þegar stórt er spurt. Þeir gátu dálítið farið að dæla boltanum inn, veit ekki hvort að pressan hafi eitthvað verið orðin slök framarlega á vellinum og fengu óhindrað að „henda" boltanum inn í teig, fjölmenntu náttúrulega þangað og lélegt hjá okkur að ná ekki að díla við það af því við vorum búnir að díla vel við þá í loftinu allan leikinn."

„Upplifði eins og allur vindur hefði verið tekinn úr mér, það er besta lýsingin á tilfinningunni - Þrot."

„Ég myndi segja það, mörk sem maður fær á sig er alltaf röð af mistökum; 2-3 mistök oft sem verða að marki. Í öðru markinu vinna þeir skalla inn í teig, og svo er hann einn þarna og hjólar hann í markið - það hefði einhver þurft að vera þar (í Klæmint) líka."


Halldór Smári sagðist ekki vera með neina skoðun á dómgæslunni. „Ég held að það eru allir af vilja gerðir og að gera sitt besta. Þetta er bara drulluerfiður leikur að dæma líka, ég væri ekki til í að vera í hans sporum ef ég segi eins og er."

Halldór Smári fékk sjálfur gult spjald í leiknum. „Ívar (dómari) sagði mér að ég þurfti aðeins að passa mig. Það gekk ágætlega. Heilt yfir, ef ég má ekki tækla, þá er smá oddur tekinn úr mínum leik. Ég held að það hafi ræst úr þessu ágætlega eftir gula spjaldið."

Af hverju er alltaf einhver bilun í gangi þegar Breiðablik og Víkingur mætast? „Ég veit það ekki. Það er ljótt að sjá þetta sem gerist á línunni, en þetta er náttúrulega smá gaman líka, allavega fyrir óháða að horfa á þetta er þetta geggjað. Alvöru hiti á milli tveggja liða. Vill maður ekki hafa þetta smá svona? Kannski fór þetta aðeins of langt í dag, en þetta eru bara alvöru leikir alltaf og ég myndi ekki vilja hafa þetta neitt öðruvísi."

Varnarmaðurinn sagði að vonbrigðatilfinningin væri sterkari en reiðitilfinningin. „Já 100%, vonbrigði út í sjálfa okkur frekar en reiðir út í dómara. Ég held að málið sé aðallega að horfa inn á við, hvað getum við gert betur og hverju klúðruðum við hérna? Allavega ég, ég er ekki reiður út í einn né neinn," sagði Halldór Smári að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner