Arnór Gauti Ragnarsson kom inn sem varamaður og varð hetja ÍBV þegar liðið vann Víking R. í Fossvoginum í 8-liða úrslitum bikarsins. Arnór skoraði sigurmarkið seint í leiknum.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 2 ÍBV
„Maður er enn með gæsahúð eftir þetta mark. Maður er helvíti sáttur við að koma inn og skipta svona sköpum. Það er draumur að klára svona stál í stál leik og koma í veg fyrir að hann færi í 120 mínútur," segir Arnór Gauti sem hefur aðeins náð einu marki í Pepsi-deildinni í sumar.
„Vonandi fara mörkin að koma núna, maður hefur verið smá sjeikí upp við markið, Að vera kaldur „striker" er ekki gott. Vonandi fara mörkin að koma."
ÍBV tapaði í bikarúrslitum gegn Val í fyrra.
„Við ætlum aðeins lengra en í fyrra. Við ætlum okkur stóra hluti."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























