Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. júlí 2018 10:38
Elvar Geir Magnússon
Rússar fögnuðu líkt og þeir hefðu orðið heimsmeistarar
Tryllt stemning í Moskvu.
Tryllt stemning í Moskvu.
Mynd: Getty Images
Lögreglan horfði undan á meðan taumlaus fagnaðarlæti Rússa fóru fram í gærkvöldi og fram á nótt.

Mikil gleði braust út um allt Rússland en mest var fagnað á götunum við Bolshoi leikhúsið í Moskvu.

Áfengið var flæðandi, fólk klifraði upp á ljósastaura og hljóp um allt syngjandi. Guardian segir að langt sé síðan lögreglan í Rússlandi hafi gefið fólki eins mikið frjálsræði.

Fögnuðurinn var eins og Rússland hefði orðið heimsmeistari en liðið, sem var neðst allra þátttökuliða á FIFA listanum fyrir mót, náði að leggja Spánverja í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitum,

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband af viðbrögðum Spánverja og Rússa eftir úrslitin í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner