PSG undirbýr tilboð í Rashford og hefur líka áhuga á Luis Díaz - Boehly reynir að selja Lukaku og Kepa til Sádi-Arabíu - Brighton óttast að missa...
   fim 02. júlí 2020 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Griezmann að slá Messi í andlitið
Lionel Messi og Antoine Griezmann.
Lionel Messi og Antoine Griezmann.
Mynd: Getty Images
Það mætti segja að Frakkinn Christophe Dugarry sé líkur Roy Keane þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar. Dugarry var meðal annars heimsmeistari með Frakklandi á sínum leikmannaferli.

Núna er allt í rugli hjá Barcelona, félaginu sem hann spilaði fyrir um sex mánaða skeið árin 1997 og 1998. Dugarry var sérfræðingur í kringum 2-2 jafntefli Börsunga við Atletico Madrid í vikunni og þar fór hann ekki pent í hlutina.

„Við hvað er Griezmann hræddur?" spurði Dugarry. „Hálfeinhverfan krakka sem er einn og hálfur metri á hæð (Lionel Messi). Á einhverjum tímapunkti verður hann (Griezmann) að sýna hreðjar."

„Ég hef sagt það í heilt ár að hann á einhverju veseni við Messi. Hann verður að slá hann í andlitið."

„Það er satt að Messi gæti sent meira á hann, en í sannleika sagt þá kemur það mér ekki á óvart. Það vantar sjálfstraust í Griezmann. Hann verður að tala við Messi og leysa vandamálin."

Griezmann, sem er 29 ára, var keyptur til Barcelona frá Atletico fyrir 120 milljónir evra síðasta sumar. Hann hefur ekki átt gott tímabil og lék hann aðeins örfáar mínútur gegn sínum gömlu félögum í Atletico.

Dugarry gagnrýndi einnig þjálfarann Quique Setien. Hann baðst svo síðar afsökunar á ummælum sínum um að Messi væri „hálfeinhverfur".
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner