Jón Ólafur Daníelsson þjálfari Grindavíkur kom í viðtal eftir 1-1 jafntefli gegn HK í 8. umferð Lengjudeildar kvenna.
Lestu um leikinn: HK 1 - 1 Grindavík
Hvernig fannst þér leikurinn?
"Smá kaflaskiptur, við svona byrjuðum töluvert betur kanski fyrstu 25, svo tóku þær pínu yfir restina af fyrri hálfleik og svona seinni hálfleikurinn að ég held tiltölulega jafn. Við hefðum getað stolið þessu í lokinn, fyrst við gerðum það ekki þá hefðu þær getað gert það. Þannig að þetta var svona blanda af ágætis fótbolta, lélegum fótbolta og mikilli spennu bara."
Hvað fannst þér ganga vel?
"Mér fannst ganga vel karakterinn í mínu liði, við komum hingað gríðarlega laskaðar, það vantar marga leikmenn og fjórir leikmenn inni á vellinum sem spila í 90 mínútur ekki klárir í það en kláruðu verkefnið og það er það sem að mér finnst jákvætt í þessu, við töpuðum ekki og það heldur lífi í okkur í deildinni."
Viðtalið við Jón Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
























