Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 02. júlí 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Finnur Tómas gæti verið frá í tvo mánuði - „Mikil áföll fyrir okkur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Tómas Pálmason, varnarmaður KR, verður frá í að minnsta kosti mánuð og jafnvel tvo, en þetta sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, í viðtali við Fótbolta.net eftir 3-0 tapið gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í gær.

Varnarmaðurinn sterki meiddist á æfingu fyrir leikinn gegn Víkingum og var mættur á völlinn í gær á hækjum.

Anton Freyr Jónsson, fréttaritari Fótbolta.net, spurði Rúnar út Finn og tjáði hann honum að Finnur gæti verið frá í allt að tvo mánuði, en hann fer í myndatöku eftir helgi.

Þetta yrði mikið áfall fyrir KR-inga sem hafa misst marga menn í meiðsli á tímabilinu.

„Það kemur í ljós eftir helgina. Hann fer í læknisskoðun á mánudaginn og myndatöku í kjölfarið, því hann er það bólginn núna að það er ekkert hægt að mynda hann núna. Það lítur út fyrir að hann verði frá í 1-2 mánuði."

„Sama með Kristinn Jónsson sem hefur verið frá í tvo mánuði en þetta er búið að vera saga okkar í sumar. Búnir að missa alltof marga í svona alvarleg meiðsli. Arnór Sveinn er rétt nýbyrjaður að spila og Stefán Árni hefur ekki spilað síðustu 7-8 leikina og Grétar búinn að missa af þremur. Þetta eru mikil áföll fyrir okkur en þetta er engin afsökun því við erum með ágætishóp og Pontus kemur inn í dag, hann er frábær að mínu mati."

„Aron Kristófer fær hér fullt af leikjum sem menn áttu ekki vona á því menn héldu kannski að Kristinn Jóns myndi spila allt en það hefur ekki verið málið vegna meiðsla meðal annars. Við erum að fá leiki fyrir þessa stráka sem hafa verið að koma hingað og leggst inn í bankann og nýtist okkur þegar fram líða stundir, en staðan í deildinni er það sem skiptir okkur mestu máli og hún er ekki góð en hún gæti verið betri. Ef og hefði, ég er ekki að segja hún væri betri með alla þessa leikmenn, það er bara þannig að þessir strákar sem hafa spilað hafa staðið sig vel. Þeir fylgja fyrirmælum, loyal gagnvart systeminu, en við þurfum að fækka meiðslum."

Rúnar Kristins: Gerðum okkur lífið leitt með kjánalegum mistökum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner