Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. ágúst 2021 12:56
Elvar Geir Magnússon
Ólympíuleikarnir: Svíþjóð leikur um gullið
Sænsku leikmennirnir fagna sigurmarkinu.
Sænsku leikmennirnir fagna sigurmarkinu.
Mynd: Getty Images
Það verða Svíþjóð og Kanada sem leika um gullið í fótboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Japan. Leikurinn fer fram aðfaranótt föstudags.

Kanada vann sögulegan sigur gegn Bandaríkjunum í morgun og nú var hinum undanúrslitaleiknum að ljúka, þar sem Svíþjóð vann Ástralíu 1-0.

Þrátt fyrir fjörugan fyrri hálfleik var staðan markalaus þegar liðin fóru til búningsklefa. En snemma í seinni hálfleiknum kom sigurmarkið eftir tilviljanakennda atburðarás.

Fridolina Rolfö, leikmaður Barcelona, náði að skófla boltanum inn andartaki eftir að hann hafði lent í þverslánni. Sænska liðið kom boltanum aftur í netið í uppbótartíma en réttilega var dæmd rangstaða.

Ástralía þarf að sætta sig við að leika við Bandaríkin í bronsleiknum á fimmtudagsmorgun. Varnarmaðurinn Ellie Carpenter verður ekki með Ástralíu í þeim leik en hún tekur út bann eftir að hafa fengið rautt spjald í blálokin í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner