Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   lau 02. september 2017 19:19
Brynjar Ingi Erluson
Hannes: Hafði á tilfinningunni að þetta væri off-dagur
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson
Hannes Þór Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var jafn svekktur og aðrir leikmenn landsliðsins eftir 1-0 tapið gegn Finnlandi í undankeppni HM í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Finnland

„Við erum í rusli yfir því að hafa ekki unnið í dag. Við hittum kannski ekki á okkar besta dag eða fórum illa af stað og hafði samt tilfinninguna að þetta væri bara off dagur hjá okkur en við náðum engu að síður að kreista út nóg af færum til þess að koma okkur inn í þennan leik og vinna síðan," sagði Hannes við Fótbolta.net.

Eina mark leiksins kom úr aukaspyrnu snemma leiks en boltinn fór í slá og inn.

„Þetta féll ekki með okkur í dag því miður og við ætluðum okkur stærri hluti og þetta gerir leiðina aðeins erfiðari að markmiðum okkur en núna er ekkert annað en að klára þetta á þriðjudaginn og halda ótrauðir áfram."

Hannes talaði um það að hann hafði það á tilfinningunni að þetta væri dagur þar sem hlutirnir myndu einfaldlega ekki ganga upp en hann útskýrði það nánar.

„Ég veit það ekki. Það er erfitt að segja, það var ekki til í dæminu að það væri vanmat. Við vissum nákvæmlega að þó svo við værum í betri stöðu í riðlinum og hefðum staðið okkur vel upp á síðkastið að það væri ekki það mikill gæðamunur á liðunum að við getum labbað yfir þá á útivelli, það var augljóst mál."

„Það er alltaf hægt að lenda í því að hlutirnir ganga ekki upp og það gerðist í dag. Þeir klíndu honum af 30 metra færi í slána og inn, draumaskot. Þeir voru að henda sér fyrir okkar skot og við vorum ekki að nýta sénsana okkar, það er grátleg og það er ekkert annað en að sætta sig við það og gera betur næst."


Leikmenn lögðu allt í sölurnar í dag og menn ýttu línunni upp seinnia hluta leiks en það gekk þó ekkert upp og niðurstaðan tap.

„Það er leiðinlegt að vera með afsakanir en það gáfu allir allt í þetta og við reyndum allt sem við gátum og það því miður gekk ekki. Þetta er einn af þessum dögum, stöngin út eins og þú segir."

„Þetta er ekkert mál fyrir mig. Þetta tekur ekkert það mikinn líkamlegan toll, þó ég hafi verið lúmskt þreyttur eftir leikinn í dag en ég hef meiri áhyggjur af strákunum, margir orðnir ansi þreyttir en við erum með gott sjúkrateymi og nú verður allt gert til að hlaða batteríin,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner