Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 02. september 2019 21:07
Elvar Geir Magnússon
Icardi til PSG (Staðfest)
Hjónakornin Wanda Nara og Mauro Icardi.
Hjónakornin Wanda Nara og Mauro Icardi.
Mynd: Getty Images
Argentínski sóknarmaðurinn Mauro Icardi hefur formleg gengið í raðir Paris Saint-Germain á lánssamningi en Frakklandsmeistararnir eru með klásúlu um að geta keypt hann eftir tímabilið.

Icardi skrifaði undir nýjan samning við Inter áður en félagið lánaði hann, til að koma í veg fyrir að geta misst hann á frjálsri sölu ef PSG nýtir sér ekki kaupréttinn.

Sky Sport Italia segir að Icardi sé lánaður fyrir 5 milljónir evra auk þess sem PSG greiði 7 milljónir í bónusgreiðslur og geti keypt leikmanninn fyrir 65 milljónir næsta sumar.

Icardi mætti til Parísar í læknisskoðun í morgun en með í för var eiginkona hans og umboðsmaður, Wanda Nara.

Icardi hefur skorað 121 mark í 219 leikjum í ítölsku A-deildinni en samband hans við Inter eyðilagðist fyrir um sex mánuðum. Hann var sviptur fyrirliðabandinu og hætti skyndilega að æfa með félaginu.

Eftir tímabilið fékk Icardi þau skilaboð að hann væri ekki í áætlunum félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner