Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mán 02. september 2024 11:15
Elvar Geir Magnússon
Ætti Everton að hringja í Moyes?
Everton fer stigalaust inn í landsleikjagluggann en liðið tapaði á ótrúlegan hátt gegn Bournemouth um helgina eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir á 87. mínútu.

Sean Dyche gerði afskaplega vel með að halda Everton í úrvalsdeildinni þrátt fyrir stigafrádrátt á síðasta tímabili. Hann er þekktur fyrir að vera með mikinn aga og gott varnarskipulag hjá sínum liðum og því með ólíkindum að sjá hrun Everton um helgina.

Skuggi David Moyes fellur yfir Dyche samkvæmt Daily Mail og umræðan á Goodison Park um hvort það eigi að reyna að fá Moyes til að snúa aftur.

Moyes kom Everton í topp fjóra og úrslitaleik FA-bikarsins á sínum tíma. Hann er atvinnulaus eftir að hafa yfirgefið West Ham og er búsettur ekki langt frá Goodison Park.

En það væri erfið ákvörðun fyrir stjórn Everton að láta Dyche fara eftir gott starf hans á síðasta tímabili. Þá er vonast til þess að eigendaskipti séu loks yfirvofandi.

Dyche mun nota næstu tvær vikur til að reyna að þétta varnarleik síns liðs eftir að hafa fengið á sig tíu mörk í þremur síðustu leikjum.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner
banner