Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 02. október 2022 17:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Lookman hetjan í Bergamó - Nýliðarnir skelltu Sampdoria
Ademola Lookman skoraði annað mark sitt fyrir Atalanta á tímabilinu
Ademola Lookman skoraði annað mark sitt fyrir Atalanta á tímabilinu
Mynd: EPA
Fabio Quagliarella bað stuðningsmenn Sampdoria afsökunar á tapinu
Fabio Quagliarella bað stuðningsmenn Sampdoria afsökunar á tapinu
Mynd: EPA
Fjórir leikir fóru fram í Seríu A á Ítalíu í dag. Englendingurinn Ademola Lookman var hetja Atalanta í 1-0 sigrinum á Fiorentina og þá vann Sassuolo frækinn 5-0 sigur á Salernitana.

Lookman skoraði annað mark sitt í deildinni á tímabilinu fyrir Atalanta en hann kom til félagsins frá Leipzig í sumar. Hann er með þrjár stoðsendingar ofan á það og virðist vera að finna sig á Ítalíu.

Þetta mark hans gegn Fiorentina reyndist eina mark leiksins en Atalanta er í 2. sæti með 20 stig. Sassuolo vann þá 5-0 sigur á Salernitana þar sem fimm mismunandi leikmenn skoruðu mörkin.

Þórir Jóhann Helgason sat allan tímann á bekknum er Lecce gerði 1-1 jafntefli við Cremonese í nýliðaslag og þá vann Monza óvæntan 3-0 sigur á Sampdoria.

Monza og Lecce hafa gert vel af nýliðunum en Cremonese er eina liðið sem er í fallsæti af nýliðunum.

Úrslit og markaskorarar:

Atalanta 1 - 0 Fiorentina
1-0 Ademola Lookman ('59 )

Lecce 1 - 1 Cremonese
0-1 Daniel Ciofani ('19 , víti)
1-1 Gabriel Strefezza ('42 , víti)

Sampdoria 0 - 3 Monza
0-1 Matteo Pessina ('11 )
0-2 Gianluca Caprari ('67 )
0-3 Stefano Sensi ('90 )

Sassuolo 5 - 0 Salernitana
1-0 Armand Lauriente ('12 )
2-0 Andrea Pinamonti ('39 , víti)
3-0 Kristian Thorstvedt ('53 )
4-0 Abdou Harroui ('76 )
5-0 Janis Astinte ('90 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 35 16 15 4 52 32 +20 63
5 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
6 Lazio 35 18 9 8 58 45 +13 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
10 Como 35 12 9 14 45 48 -3 45
11 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
12 Udinese 35 12 8 15 38 49 -11 44
13 Genoa 35 9 12 14 30 43 -13 39
14 Cagliari 35 8 9 18 36 51 -15 33
15 Parma 35 6 14 15 40 54 -14 32
16 Verona 35 9 5 21 30 63 -33 32
17 Lecce 35 6 9 20 24 57 -33 27
18 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
19 Empoli 35 4 13 18 27 55 -28 25
20 Monza 35 2 9 24 25 63 -38 15
Athugasemdir
banner