Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Enski boltinn - Hver á að endurlífga Man Utd?
Útvarpsþátturinn - Nýjustu sambýlismennirnir
Hugarburðarbolti GW 21 Var lesin eins og "Litla gula hænan"
Kjaftæðið - Arsenal er fancy Stoke
Tveggja Turna Tal - Aron Baldvin Þórðarson
Kjaftæðið - Amorim rekinn!
Enski boltinn - Kaldar nýárskveðjur og er Amorim búinn?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
Leiðin úr Lengjunni: Ótímabæra spáin
Útvarpsþátturinn - Fyrsta ótímabæra spáin og stjóraskipti Chelsea
Hugarburðarbolti GW 19 Hirðfíflið mætti í studio 1
Kjaftæðið - Stórkostleg áramót fyrir Arsenal
Kjaftæðið - Gummi Tóta í KR?
Tveggja Turna Tal - Andri Freyr Hafsteinsson
Enski boltinn - Himnasending, Wirtz skoraði og þrjú efstu stinga af
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Útvarpsþátturinn - Kæfan 2025
Tveggja Turna Tal - Björn Daníel Sverrisson
Hugarburðarbolti GW 17 Þegar Trölli stal jólunum!
Kjaftæðið - Sérstakir gestir í jólaþætti
   mán 02. október 2023 12:47
Fótbolti.net
Ungstirnin - Íslandsvinur og ungir Framarar bjarga hlutunum
Nýjasti þátturinn af Ungstirnunum er kominn út; þátturinn sem kynnir fyrir þjóðinni næstu stórstjörnur fótboltans. Þáttastjórnendur eru þeir Arnar Laufdal og Bjarni Þór Hafstein.

Í þessum þætti kynna þeir til leiks Carlos Forbs (2004) sem seldur var til Ajax í sumar frá Man City eftir ótrúleg ár í akademíu þeirra bláklæddu. Fjallað er um Desire Doue (2005) en hann er næsta stórstjarna Rennes í frönsku úrvalsdeildinni líkt og Eduardo Camavinga var á sínum tíma.

Viktor Djukanovic, Íslandsvinur (2004) er einnig kynntur til leiks en hann spilaði gegn Breiðabliki árið 2022 með Buducnost frá Svartfjallalandi, Óskar Hrafn þjálfari Blika minntist einmitt á að hann væri besti leikmaður liðsins fyrir einvígið en Djukanovic er að gera ótrúlega hluti fyrir Hammarby í Svíþjóð þessa dagana í sænsku úrvalsdeildinni.

Mikið var um að ræða í Skandinavíuhorninu góða, ungir Framarar að gera geggjaða hluti, Benóný Breki með hnífana á lofti, Hákon Arnar mun fá tíma til að láta ljós sitt skína hjá Lille og hversu nettur er Bjarki Steinn í Venezia? Og svo margt margt fleira.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan, í öllum hlaðvarpsveitum eða á Spotify.
Athugasemdir
banner
banner