Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Hugarburðarbolti GW 4 Risa Manchester slagur
Betkastið - Uppgjör og lið ársins í 2&3. deild
Innkastið - KR niðurlægt og Blikar í svaka brasi
Enski boltinn - Með annan fótinn inn á vinnumálastofnun
Leiðin úr Lengjunni: Til hamingju Þórsarar
Útvarpsþátturinn - Mikil spenna rétt fyrir tvískiptinguna
Turnar Segja Sögur: Svikahrappar & hæfileikasóun
Leiðin úr Lengjunni: Upphitun fyrir lokaumferðina með Jóni Ólafssyni
Hugarburðarbolti EXTRA!
Innkastið - Rafmögnuð lokaumferð í Lengjunni
Útvarpsþátturinn - Skemmdarverk á íþrótt
Uppgjör og lið ársins í 4&5. deild
Leiðin úr Lengjunni: Þróttarar að toppa á réttum tíma og glórulaus ákvörðun hjá Grindavík
Hugarburðarbolti GW 3 Sturlaður loka gluggi í enska !
Enski boltinn - Öflugir Ungverjar, taugahrúgan Amorim og gluggadagur
Innkastið - Besti leikur tímabilsins og allt í járnum á toppnum
Uppbótartíminn - Ræðst allt saman á fimmtudaginn
Útvarpsþátturinn - Lag fyrir Blika og landsliðið strax í úrslitaleik
Turnar Segja Sögur: Danmörk 1992
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
   mán 02. október 2023 12:47
Fótbolti.net
Ungstirnin - Íslandsvinur og ungir Framarar bjarga hlutunum
Nýjasti þátturinn af Ungstirnunum er kominn út; þátturinn sem kynnir fyrir þjóðinni næstu stórstjörnur fótboltans. Þáttastjórnendur eru þeir Arnar Laufdal og Bjarni Þór Hafstein.

Í þessum þætti kynna þeir til leiks Carlos Forbs (2004) sem seldur var til Ajax í sumar frá Man City eftir ótrúleg ár í akademíu þeirra bláklæddu. Fjallað er um Desire Doue (2005) en hann er næsta stórstjarna Rennes í frönsku úrvalsdeildinni líkt og Eduardo Camavinga var á sínum tíma.

Viktor Djukanovic, Íslandsvinur (2004) er einnig kynntur til leiks en hann spilaði gegn Breiðabliki árið 2022 með Buducnost frá Svartfjallalandi, Óskar Hrafn þjálfari Blika minntist einmitt á að hann væri besti leikmaður liðsins fyrir einvígið en Djukanovic er að gera ótrúlega hluti fyrir Hammarby í Svíþjóð þessa dagana í sænsku úrvalsdeildinni.

Mikið var um að ræða í Skandinavíuhorninu góða, ungir Framarar að gera geggjaða hluti, Benóný Breki með hnífana á lofti, Hákon Arnar mun fá tíma til að láta ljós sitt skína hjá Lille og hversu nettur er Bjarki Steinn í Venezia? Og svo margt margt fleira.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan, í öllum hlaðvarpsveitum eða á Spotify.
Athugasemdir
banner