Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   mán 02. október 2023 21:37
Ívan Guðjón Baldursson
Broja: Erfitt að samstilla nýjan leikmannahóp með nýju þjálfarateymi
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Armando Broja hefur verið fjarverandi vegna meiðsla síðustu mánuði en hann var í byrjunarliði Chelsea á útivelli gegn Fulham í dag.

Broja var líflegur og klúðraði dauðafæri áður en hann skoraði annað mark Chelsea í 0-2 sigri.

„Þessi sigur er ótrúlega dýrmætur fyrir okkur sem lið og sem fótboltafélag. Við erum búnir að gjörbreyta leikmannahópinum og við þurfum meiri tíma til að kynnast hvorum öðrum og til að læra betur inná hvorn annan," sagði Broja að leikslokum.

„Það er alltaf erfitt að samstilla nýjan leikmannahóp með nýjum knattspyrnustjóra og nýju þjálfarateymi, en ég held að við höfum sýnt í dag að það ferli er á góðri leið. Þetta eru risastór þrjú stig fyrir okkur og frábært mark fyrir mig. Það er alltaf gaman að skora en það er sérstaklega gaman í Lundúnaslag."

Broja er 22 ára gamall og meiddist illa síðasta desember, en þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur á nýju tímabili.

„Þessi sigur mun bæta andrúmsloftið í hópnum og færa okkur aukið sjálfstraust. Við þurfum að halda áfram að leggja hart að okkur og fleiri sigrar munu fylgja."

Chelsea er aðeins komið með 8 stig eftir 8 umferðir á nýju úrvalsdeildartímabili en þetta var annar sigur liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner