Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   mán 02. október 2023 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Guðjohnsen bræðurnir í stuði - Gummi og félagar lögðu meistarana
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd: Guðmundur Svansson
watermark
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Andri Lucas Guðjohnsen var í byrjunarliði Lyngby sem heimsótti OB til Óðinsvés í efstu deild danska boltans í dag og bar sigur úr býtum þrátt fyrir yfirburði heimamanna. Kolbeinn Birgir Finnsson byrjaði einnig leikinn og kom Sævar Atli Magnússon inn af bekknum í 1-2 sigri.

Tochi Chukwuani var hetja Lyngby í dag þar sem hann skoraði fyrsta mark leiksins og lagði næsta mark upp fyrir Andra Lucas, sem kom Lyngby í tveggja marka forystu á 50. mínútu.

Heimamenn voru áfram sterkari aðilinn og minnkuðu muninn á 60. mínútu en þeim tókst ekki að jafna metin þrátt fyrir góðar tilraunir. Lærisveinar Freys Alexanderssonar eru að eiga frábæra byrjun á nýju tímabili og eru komnir með 15 stig eftir 10 umferðir, eftir að hafa rétt bjargað sér frá falli á síðustu leiktíð.

Þetta var eini leikur dagsins í danska boltanum en Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn í 2-0 sigri OFI Crete gegn Grikklandsmeisturum AEK í dag.

Frækinn sigur hjá Krítarmönnum sem hafa farið vel af stað á nýrri leiktíð og eiga 12 stig eftir 7 umferðir, aðeins tveimur stigum eftir PAOK í öðru sætinu.

Samúel Kári Friðjónsson sat þá allan tímann á bekknum er Atromitos gerði markalaust jafntefli við Asteras Tripolis. Atromitos er aðeins komið með þrjú stig eftir sex umferðir. Samúel æfði ekkert með liðinu síðasta þrjá daga þar sem hann hefur verið á sjúkrahúsi vegna veikinda í fjölskyldunni. Samúel er lykilmaður í liði Atromitos.

Þá komu Íslendingar við sögu í sænska boltanum þar sem keppt var bæði í karla- og kvennaflokki.

Sveinn Aron Guðjohnsen lagði upp í dýrmætum sigri Elfsborg gegn Oskar Tor Sverrissyni og félögum í botnliði Varberg, en Hákon Rafn Valdimarsson og Andri Fannar Baldursson léku allan leikinn í liði Elfsborg. Daninn Jeppe Okkels skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri.

Elfsborg er í öðru sæti sænsku deildarinnar, einu stigi eftir toppliði Malmö þegar fimm umferðir eru eftir af tímabilinu. Varberg er svo gott sem fallið niður um deild.

Þriðji Guðjohnsen bróðirinn, Daníel Tristan, er á mála hjá Malmö en er fjarverandi vegna meiðsla og kom því ekki við sögu í sigri liðsins gegn Brommapojkarna.

Í efstu deild kvenna lék Guðrún Arnardóttir allan leikinn í 1-1 jafntefli Rosengård gegn Växjö, en þar er Rosengard um miðja deild með 37 stig eftir 21 umferð, heilum átta stigum frá Evrópubaráttunni.

Að lokum lék Glódís Perla Viggósdóttir allan leikinn í þægilegum sigri FC Bayern gegn Köln í efstu deild þýska boltans. Bayern er með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar.

OB 1 - 2 Lyngby
0-1 Tochi Chukwuani ('35)
0-2 Andri Lucas Guðjohnsen ('50)
1-2 T. Slotsager ('60)

OFI Crete 2 - 0 AEK Athens

Atromitos 0 - 0 Asteras Tripolis

Elfsborg 2 - 1 Varberg

Malmö 2 - 1 Brommapojkarna

Vaxjö 1 - 1 Rosengard

Bayern 2 - 0 Köln

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner