Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   mán 02. október 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mac Allister gæti fengið refsingu út af ummælum sínum
Alexis Mac Allister.
Alexis Mac Allister.
Mynd: Getty Images
Alexis Mac Allister, miðjumaður Liverpool, gæti átt yfir höfði sér refsingu frá enska fótboltasambandinu eftir ummæli sem hann lét falla í kjölfarið á leiknum gegn Tottenham um liðna helgi.

„Liðið er frábæran anda, frábært hjarta," sagði Mac Allister og bætti svo við að það væri erfitt að spila gegn tólf leikmönnum.

Hann var þar augljóslega að skjóta á dómgæsluna í leiknum.

Enska dómarasambandið var snöggt að viðurkenna mistök í leiknum. Luis Díaz kom boltanum í netið en ekki var dæmt mark vegna rangstöðu eftir afar snögga athugun í VAR-herberginu.

Í ljós kom að Diaz var réttstæður og að VAR-ákvörðunin var algjörlega byggð á misskilningi. Darren England VAR-dómari hélt að Simon Hooper dómari hefði dæmt mark, þegar hann hafði í raun dæmt rangstöðu.

England skoðaði atvikið í VAR-herberginu og staðfesti það sem hann taldi vera rétta ákvörðun um að dæma mark. Svo kom í ljós að Hooper hafði ekki dæmt mark og því staðfesti England rangan dóm alveg óvart.

Þetta hafði gríðarleg áhrif á leikinn en samt sem áður gæti Mac Allister fengið refsingu fyrir ummæli sín.
Enski boltinn - Toppuðu sig í fáránleikanum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner