Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   mán 02. október 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd og Chelsea skoða Lorran - Kostar 50 milljónir
Mynd: Getty Images
Fótboltafréttamaðurinn sívinsæli Fabrizio Romano greinir frá því að Manchester United og Chelsea hafi sent njósnara til að fylgjast með brasilíska miðjumanninum Lorran, sem leikur með Flamengo í efstu deild þar í landi þrátt fyrir ungan aldur.

Lorran er 17 ára gamall og hefur hrifið með unglingaliðum Flamengo, en hann er aðeins nýlega byrjaður að spila með aðalliði félagsins.

Hann þykir gríðarlega mikið efni og hefur Flamengo engan áhuga á að missa þennan sóknarsinnaða leikmann til Evrópu á útsöluverði. Því var skellt 50 milljón evra riftunarákvæði í samning hans hjá félaginu.

Það er því ljóst að það verður erfitt að kaupa Lorran, sem er þó nýlega búinn að skipta um umboðsskrifstofu. Hann er búinn að srifa undir hjá Roc Nation, umboðsskrifstofu Jay-Z, þar sem samlandar hans Endrick, Vinicius Jr, Lucas Paquetá og Gabriel Martinelli eru einnig með samkomulag.

Lorran hefur ekki spilað landsleik fyrir unglingalið Brasilíu en ljóst er að hann mun ganga inn í unglingalandsliðin ef honum tekst að festa sig í sessi í byrjunarliði Flamengo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner