Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   mán 02. október 2023 21:23
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Dramatísk endurkoma tryggði Las Palmas sigur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Las Palmas 2 - 1 Celta Vigo
0-1 Anastasios Douvikas ('67)
1-1 Jonathan Viera ('84, víti)
2-1 Marc Cardona ('97)

Las Palmas og Celta Vigo áttust við í síðasta leik helgarinnar í efstu deild spænska boltans.

Staðan hélst markalaus fyrsta klukkutíma leiksins, allt þar til Anastasios Douvikas skoraði á 67. mínútu, eftir undirbúning frá Jonathan Bamba.

Heimamenn í Las Palmas skiptu um gír eftir að hafa lent undir og náðu að gera verðskuldað jöfnunarmark eftir góðar tilraunir. Jonathan Viera jafnaði með marki úr vítaspyrnu á 84. mínútu.

Staðan var því jöfn þegar sjö mínútum var bætt við í uppbótartíma, og tókst Marc Cardona að skora á lokasekúndunum. Cardona fullkomnaði þannig endurkomu Las Palmas og gerði dýrmætt sigurmark sem skýtur Las Palmas úr fallsvæðinu.

Las Palmas er með 8 stig eftir 8 umferðir, þremur stigum meira heldur en Celta Vigo sem er í fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner