Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 02. nóvember 2019 21:29
Ívan Guðjón Baldursson
Belgía: Íslendingaliðin töpuðu
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn er Oostende tapaði fyrir St. Truiden í efstu deild belgíska boltans.

Gengi Oostende hefur verið skelfilegt að undanförnu og er liðið aðeins með 11 stig eftir 14 umferðir.

Tapið í dag var það fimmta í röð og var þetta þriðji leikurinn í röð sem liðinu tekst ekki að skora.

St. Truiden 1 - 0 Oostende
1-0 Y. Suzuki ('56)

Í B-deildinni töpuðu lærisveinar Arnars Grétarssonar í Roeselare gegn Beerschot.

Heimamenn komust tveimur mörkum yfir og tókst gestunum ekik að jafna þrátt fyrir mark frá Godwin Saviour á 77. mínútu.

Roeselare er ásamt Lommel á botni deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti. Liðin eru bæði með 8 stig eftir 13 umferðir.

Beerschot 2 - 1 Roeselare
1-0 M. Halaimia ('15)
2-0 P. Fessou ('44)
2-1 G. Saviour ('77)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner