Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 02. desember 2020 13:00
Elvar Geir Magnússon
Arteta: Sem stendur erum við ekki góðir
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, viðurkennir að hann hafi áhyggjur af slæmu gengi liðsins. Arsenal er að eiga sína verstu byrjun síðan 1981.

Pressan er að aukast á spænska stjórann.

„Þróun mála er endurskoðuð stanslaust. Ég var viss um að við myndum fara í gegnum erfiðleika og það er hluti af þessu ferli. Áskorunin er hvernig þú bregst við þeim," segir Arteta.

„Verður þú óþolinmóður? Þetta tekur tíma. Þetta er ekki bara einn mánuður eða þrúr. Þegar hlutirnir gagna vel þá er þetta auðvelt en því miður erum við ekki góðir sem stendur."

„Við getum keppt við öll lið. Við höfum séð það á síðustu tólf mánuðum gegn stórum liðum. Allir vilja vera á forsíðunum en því miður erum við ekki það góðir sem stendur. Það er stutt á milli."

Arsenal mætir Rapid Vín í Evrópudeildinni á morgun en á sunnudaginn er grannaslagur gegn Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner