Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. desember 2021 22:40
Brynjar Ingi Erluson
Carrick yfirgefur Man Utd (Staðfest)
Michael Carrick er hættur hjá Man Utd
Michael Carrick er hættur hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United greindi frá því eftir 3-2 sigur liðsins á Arsenal að Michael Carrick hafi yfirgefið félagið og verður því ekki í þjálfarateymi liðsins.

Carrick spilaði í tólf ár hjá United og vann þar allt sem hægt er að vinna áður en hann lagði skóna á hilluna. Hann tók að sér starf í þjálfarateymi United og vann undir stjórn bæði Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær.

Hann hefur stýrt United í síðustu þremur leikjum liðsins eftir að Solskjær var látinn fara. United leitaði að bráðabirgðastjóra á meðan og var Ralf Rangnick ráðinn nokkrum dögum síðar.

Carrick stýrði síðasta leik sínum í kvöld í 3-2 sigrinum gegn Arsenal en hefur nú látið af störfum. Hann verður ekki hluti þjálfarateymi Rangnick og mun róa á önnur mið eftir fimmtán ár hjá félaginu en hann tók ákvörðunina áður en hann talaði við Rangnick.

„Tími minn hjá þessu frábæra félagi verða alltaf bestu árin á ferlinum. Þegar ég skrifaði undir fyrir fimmtán árum síðar þá gat ég ekki einu sinni séð það fyrir í mínum villtustu draumum að ég myndi vinna svona marga bikara og mun því aldrei gleyma þessum frábæru minningum sem bæði leikmaður og sem hluti af þjálfarateyminu."

„Hins vegar hef ég ákveðið eftir mikla umhugsun að núna sé rétti tíminn til að yfirgefa félagið."

„Ég vil skila þökkum til allra leikmannana og sérstaklega til þjálfarateymisins fyrir að vinna tímm saman með mér og með svona frábærum hóp. Þetta er búið að vera ánægjulegt og hef ég skapað elífðar vinasambönd,"
sagði Carrick í lokin.
Athugasemdir
banner