Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 02. desember 2021 21:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Þrjú rauð og átta mörk í hádramatísku jafntefli
Sergej Milinkovic-Savic skoraði þriðja mark Lazio í leiknum
Sergej Milinkovic-Savic skoraði þriðja mark Lazio í leiknum
Mynd: EPA
Lazio 4 - 4 Udinese
0-1 Beto ('17 )
0-2 Beto ('32 )
1-2 Ciro Immobile ('34 )
1-3 Nahuel Molina ('44 )
2-3 Pedro ('51 )
3-3 Sergej Milinkovic-Savic ('56 )
4-3 Francesco Acerbi ('79 )
4-4 Tolgay Arslan ('90 )
Rautt spjald: , ,Patric Gabarron, Lazio ('57)Nahuel Molina, Udinese ('69)Walace, Udinese ('90)

Það er bókað mál að það hefur verið gaman að vera í stúkunni á Ólympíuleikvanginum í Róm er Lazio og Udinese gerðu 4-4 jafntefli en leikurinn bauð upp á allt. Þrír leikmenn voru reknir af velli og svo kom jöfnunarmarkið á níundu mínútu í uppbótartíma.

Portúgalski framherjinn Beto skoraði fyrstu tvö mörk leiksins fyrir Udinese áður en Ciro Immobile minnkaði muninn á 34. mínútu. Nahuel Molina bætti við þriðja fyrir Udinese áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Síðari hálfleikurinn var alls ekki ósvipaður þeim fyrri. Pedro náði í annað mark Lazio á 51. mínútu og þá jafnaði Sergej Milinkovic-Savic fimm mínútum síðar. Patric, varnarmaður Lazio, var rekinn af velli mínútu síðar með sitt annað gula spjald og tólf mínútum síðar var jafnt í liðum er markaskorarinn, Molina, var sendur í sturtu.

Ítalski varnarmaðurinn Francesco Acerbi kom Lazio yfir á 79. mínútu. Vegna mikill tafa í leiknum var bætt við sjö mínútum og eftir að að Tolgay Arslan og Stefan Radu lentu í samstuði var nokkrum mínútum aukalega bætt ofan á uppbótartímann.

Það var á níundu mínútu uppbótartímans er Arslan jafnaði leikinn fyrir Udinese og fagnaði svo nálægt bekknum hjá Lazio. Það brutust út slagsmál þar sem Wallace, varnarmaður Lazio, var fremstur í flokki og var hann rekinn af velli fyrir óíþróttamannslega hegðun.

Ótrúlegum leik lokið á Ítalíu og 4-4 jafntefli staðreynd. Lazio er í 9. sæti með 22 stig en Udinese tekur þessu stigi fagnandi. Liðið er í 14. sæti með 16 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner