Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 02. desember 2022 17:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin í G riðli: Dani Alves fyrirliði - Mitrovic og Vlahovic byrja
Aleksandar Mitrovic
Aleksandar Mitrovic
Mynd: EPA
Dani Alves
Dani Alves
Mynd: Getty Images
Það geta orðið miklar breytingar á stöðunni í G-riðli í kvöld þegar lokaumferðin fer fram. Brasilía er eina liðið sem er búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum en þarf að forðast tap gegn Kamerún til að vinna riðilinn.

Það eru alls níu breytingar á byrjunarliði Brasilíu en hinn 39 ára gamli Dani Alves ber fyrirliðabandið í kvöld.

Aleksandar Mitrovic og Dusan Vlahovic leiða línuna hjá Serbum.

19:00 Brasilía - Kamerún

Brasilía: Ederson, Dani Alves, Eder Militao, Bremer, Alex Telles, Fabinho, Fred, Rodrygo, Gabriel Martinelli, Gabriel Jesus, Antony.

Kamerún: Epassy, Wooh, Fai, Ebosse, Tolo, Anguissa, Kunde, Mbeumo, Choupo-Moting, Aboubakar (C), Ngamaleu

19:00 Sviss - Serbía

Sviss: Kobel, Widmer, Akanji, Schar, Rodriguez, Freuler, Xhaka, Shaqiri, Sow, Vargas, Embolo.

Serbía: Vanja Milinkovic-Savic, Milenkovic, Veljkovic, Pavlovic, Zivkovic, Sergej Milinkovic-Savic, Lukic, Kostic, Tadic, Mitrovic, Vlahovic


Hvað þurfa liðin að gera til að komast í 16-liða úrslit?

Brasilía hefur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum og innsiglar toppsætið ef liðið forðast tap gegn Kamerún.

Sviss er öruggt áfram með sigri gegn Serbíu. Liðið kemst áfram með jafntefli ef Kamerún vinnur ekki Brasilíu. Ef Sviss gerir jafntefli og Kamerún vinnur ræður markatala úrslitum.

Kamerún verður að vinna Brasilíu til að eiga möguleika.

Serbía verður að vinna og treysta á að Brasilía vinni Kamerún. Ef Serbía og Kamerún vinna ræður markatala úrslitum.


Athugasemdir
banner
banner