Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fös 03. janúar 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
Ancelotti ánægður með hugarfar leikmanna
Everton heimsækir Liverpool í bikarnum á sunnudaginn.

Það verður fjórði leikur Everton undir stjórn Carlo Ancelotti. Hann vann fyrstu tvo leikina en tapaði fyrir Manchester City á fyrsta degi ársins.

„Hugarfar leikmanna hefur verið stórkostlegt. Ég veit að á þessum tímapunkti þurfa leikmenn að aðlagast. Ég fer fram á mikið frá þeim og fyrir suma leikmenn er þetta kannski nýtt," segir Ancelotti.

„Ég þarf að vera þolinmóður og leikmenn þurfa að aðlagast nýjum hlutum sem ég kem með í hverjum leik."

„Það er mikilvægt fyrir mig að leikmenn prófi nýja hluti. Ég vil samt ekki breyta of miklu strax því það gæti ruglað leikmenn. Ég er ánægður þegar leikmenn eru ánægðir. Við allir erum með sama markmið."

Sjá einnig:
Gylfi segist njóta sín í breyttu hlutverki
Athugasemdir
banner