Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   mið 03. mars 2021 05:55
Aksentije Milisic
England í dag - Man Utd fer á Selhurst Park
Það fara fram þrír leikir í enska boltanum í dag en spilað er í 27. umferð deildarinnar.

Klukkan 18:00 hefjast tveir leikir. Sheffield United fær Aston Villa í heimsókn. Sheffield tapaði sínum leik um síðustu helgi gegn Liverpool á meðan Aston Villa vann öflugan útisigur á Leeds United.

Hinn leikurinn klukkan 18 er viðureign Burnley og Leicester. Bæði lið töpuðu illa um síðustu helgi og vilja því væntanlega svara því með góðum leik í kvöld. Leicester liðið á við mikil meiðsla vandræði að stríða.

Klukkan 20:15 fær Crystal Palace lið Manchester United í heimsókn. Palace siglir lygnan sjó um miðja deild á meðan United situr í öðru sæti deildarinnar.

England: Úrvalsdeildin:
18:00 Sheffield Utd - Aston Villa
18:00 Burnley - Leicester
20:15 Crystal Palace - Man Utd

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
6 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
7 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
8 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
9 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
10 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner