Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   mið 03. apríl 2024 15:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fullfærir um að afsanna spána aftur - Bæði góð og slæm tíðindi af hópnum
Þjálfarinn fer yfir stöðuna.
Þjálfarinn fer yfir stöðuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli lék 24 leiki í fyrra og skoraði sex mörk.
Atli lék 24 leiki í fyrra og skoraði sex mörk.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Umræðan síðustu daga og í vetur hefur verið þannig að það kom okkur ekki á óvart hvar okkur er spáð. Tímabilið leggst vel í mig, alveg eins og í fyrra. Ég tel okkur vera fullfæra um að afsanna þessa spá líkt og við gerðum á síðasta tímabili," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, við Fótbolta.net í gær.

HK er spáð botnsæti Bestu deildarinnar tímabilið 2024. Í fyrra var liðinu spáð falli en hélt sæti sínu í deildinni.

HK mætir KA í fyrstu umferð deildarinnar, sá leikur fer fram á Greifavellinum á Akureyri á sunnudag.

Fer maður pressulaus inn í mótið þegar manni er spáð 12. sætinu?

„Auðvitað er enginn pressulaus, við erum undir pressu frá sjálfum okkur um það að standa okkur betur en okkur er spáð. Ég held að það eigi við um töluvert fleiri lið en bara þau sem er spáð falli. Ég held að flest lið setji meiri pressu á sjálfan sig heldur en spárnar segja til um. Það leggst bara vel í mig að reyna standa undir því og pressan um það að gera vel kemur frá okkur í hópnum; teyminu og leikmannahópnum. Það er okkar vilji að gera betur en þetta og við setjum pressu á hvorn annan. Pressan kemur ekki neinstaðar annars staðar frá."

Eru allir í hópnum meiðslafríir?

„Við misstum Brynjar Snæ (Pálsson) í meiðsli í æfingaleik um daginn. Hann verður ekki með í fyrstu umferð og kannski fyrstu tveimur. En á móti er Atli Arnarson að koma til baka, hann hefur verið frá í allan vetur, fór í aðgerð. Hann er að byrja æfa á fullu núna. Hann ætti að vera að detta inn núna í fyrstu umferðunum," sagði Ómar.
Athugasemdir