De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 03. apríl 2024 15:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fullfærir um að afsanna spána aftur - Bæði góð og slæm tíðindi af hópnum
Þjálfarinn fer yfir stöðuna.
Þjálfarinn fer yfir stöðuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli lék 24 leiki í fyrra og skoraði sex mörk.
Atli lék 24 leiki í fyrra og skoraði sex mörk.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Umræðan síðustu daga og í vetur hefur verið þannig að það kom okkur ekki á óvart hvar okkur er spáð. Tímabilið leggst vel í mig, alveg eins og í fyrra. Ég tel okkur vera fullfæra um að afsanna þessa spá líkt og við gerðum á síðasta tímabili," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, við Fótbolta.net í gær.

HK er spáð botnsæti Bestu deildarinnar tímabilið 2024. Í fyrra var liðinu spáð falli en hélt sæti sínu í deildinni.

HK mætir KA í fyrstu umferð deildarinnar, sá leikur fer fram á Greifavellinum á Akureyri á sunnudag.

Fer maður pressulaus inn í mótið þegar manni er spáð 12. sætinu?

„Auðvitað er enginn pressulaus, við erum undir pressu frá sjálfum okkur um það að standa okkur betur en okkur er spáð. Ég held að það eigi við um töluvert fleiri lið en bara þau sem er spáð falli. Ég held að flest lið setji meiri pressu á sjálfan sig heldur en spárnar segja til um. Það leggst bara vel í mig að reyna standa undir því og pressan um það að gera vel kemur frá okkur í hópnum; teyminu og leikmannahópnum. Það er okkar vilji að gera betur en þetta og við setjum pressu á hvorn annan. Pressan kemur ekki neinstaðar annars staðar frá."

Eru allir í hópnum meiðslafríir?

„Við misstum Brynjar Snæ (Pálsson) í meiðsli í æfingaleik um daginn. Hann verður ekki með í fyrstu umferð og kannski fyrstu tveimur. En á móti er Atli Arnarson að koma til baka, hann hefur verið frá í allan vetur, fór í aðgerð. Hann er að byrja æfa á fullu núna. Hann ætti að vera að detta inn núna í fyrstu umferðunum," sagði Ómar.
Athugasemdir
banner
banner