Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   fim 03. maí 2018 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Þorsteinn Halldórs: Ekki bara efnilegar stelpur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik rúllaði yfir Stjörnuna í fyrstu umferð Íslandsmótsins og skoraði sex mörk í Garðabæ.

Þorsteinn Halldórsson þjálfari Blika var ánægður með frábæran sigur þar sem margir ungir leikmenn fengu tækifæri.

„Þær pressuðu okkur í byrjun og það var smá skjálfti í okkur en mér fannst við svara þeim. Við unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn," sagði Þorsteinn að leikslokum.

Þorsteinn er ánægður með ungu stelpurnar sem eru að stíga upp í aðalliðið eftir að hafa misst lykilmenn í atvinnumennsku.

„Þetta eru ekki bara efnilegar stelpur, þetta eru góðar stelpur, þetta eru stelpur sem eru virkilega góðar og ég hef bullandi trú á þeim.

„Ég sé enga ástæðu til að fara að ræða aldur eða eitthvað svona. Þær eru teknískar, fljótar og virkilega flottar."


Þorsteinn vildi ekki ræða um möguleika Blika á titlinum en segir það vera vitað mál að liðið spili til að vinna.

„Það er ekki oft sem Stjarnan fær sex mörk á sig, ég veit ekki hvenær það hefur gerst í deildarleik á Íslandi."
Athugasemdir