Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. júní 2020 09:45
Elvar Geir Magnússon
Spáir Keflavík og ÍBV upp - „Stórslys ef þeir fara ekki upp"
Keflvíkingar hafa litið vel út.
Keflvíkingar hafa litið vel út.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hlaðvarpsþættinum Niðurtalningin í gær opinberaði Baldvin Már Borgarsson spá sína fyrir 1. deild karla, Lengjudeildina.

Hann er gríðarlega hrifinn af Keflavíkurliðinu og spáir því að það muni fylgja ÍBV upp úr deildinni þetta tímabilið.

„Þeir treysta á heimastráka og taka svo réttu púslin inn til að styðja undir það sem liðið gerði í fyrra. Nú bæta þeir við útlendingum eins og Kian (Williams) sem var í Magna, tóku inn stóran og sterkan ástralskan framherja og tóku inn Nacho frá Leikni. Þarna eru þeir að bæta við grunninn frá því í fyrra," segir Baldvin.

Eins og flestir spáir hann því að ÍBV muni vinna deildina. „Ef þeir fara ekki upp þá er það stórslys, þeir hljóta að vinna þessa deild með yfirburðum."

Spá Baldvins í Niðurtalningunni:
1. ÍBV
2. Keflavík
3. Grindavík
4. Leiknir R.
5. Fram
6. Þór
7. Víkingur Ó.
8. Vestri
9. Afturelding
10. Þróttur
11. Leiknir F.
12. Magni

Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Niðurtalningin - Spá fyrir Lengjudeildina og þjálfari Fram
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner